Hoppa yfir valmynd

Ný viðbygging við leik­skólann Araklett

Þriðju­daginn 6. febrúar, á Degi leik­skólans, var ný viðbygging við Araklett form­lega opnuð og er nú pláss fyrir 60 börn á leik­skól­anum.


Skrifað: 13. febrúar 2024

Fréttir

Viðbyggingin markar tímamót hvað varðar starfsemi leikskólans þar sem samhliða því að viðbyggingin var tekin í notkun voru gerðar miklar breytingar á starfsemi leikskólans. Allt skipulag starfseminnar var endurskoðað, breytingar hafa orðið á deildarskipan, aukið hefur á fjölbreytileika rýmanna, gert er ráð fyrir sérkennslurými, starfsmannaaðstaða hefur verið bætt og fleira sem gerir það að verkum að rýmin á Arakletti uppfylla nú gæðaviðmið um húsakost leikskóla. Á fjárhagsáætlun sveitarfélagsins þetta árið er einnig gert ráð fyrir að halda áfram viðhaldi á eldra húsnæði og nauðsynlegum endurbótum á lóðinni eftir framkvæmdirnar. 

Með rausnarlegum gjöfum frá Lions, Odda og einstaklingum í nærsamfélaginu okkar mun heldur ekki líða á löngu áður en leikskólinn mun einnig uppfylla gæðaviðmið um námskost. Við þökkum þeim kærlega fyrir styrkina.

Bergdís Þrastardóttir leikskólastjóri tekur við styrk frá Lionsklúbbnum á Patreksfirði. Ýtið á örina til að sjá næstu mynd.
Skjöldur Pálmason afhendir Bergdísi styrkinn fyrir hönd Odda hf.
Rausnarleg gjöf
Bergdís Þrastardóttir leikskólastjóri tekur við styrk frá Lionsklúbbnum á Patreksfirði. Ýtið á örina til að sjá næstu mynd.

Araklettur leikskólastjóri

Bergdís Þrastardóttir araklettur@vesturbyggd.is / 450 2342