Hoppa yfir valmynd
Athugið að þessi færsla var skrifuð fyrir u.þ.b. 4 ári síðan, og því gæti innihald hennar ekki átt við lengur.

Nýir starfs­menn hjá Vest­ur­byggð

Guðmundur Hjalti Jónsson hefur verið ráðinn verk­stjóri áhalda­húss á Bíldudal. Nanna Lilja Svein­björns­dóttir hefur verið ráðin í starf aðal­bókara.


Skrifað: 3. mars 2020

Fréttir

Hjalti, eins og hann er alltaf kallaður, mun taka við af Hlyn Aðalsteinssyni sem verkstjóri áhaldahússins og mun Hlynur færa sig yfir til Bíldudalshafnar, en hann hefur sinnt báðum störfum undanfarin ár. Hjalti er með meirapróf, vinnuvélaréttindi, hafnarvernd og fleiri réttindi. Vesturbyggð hvetur íbúa til að setja sig í samband við Hjalta ef þeir þurfa úrlausn sinna mála varðandi þau fjölmörgu verkefni sem heyra undir áhaldahúsið.

Nanna Lilja Sveinbjörnsdóttir hefur verið ráðin í 50% stöðu aðalbókara. Hún hefur starfað um árabil hjá Landsbankanum og áður Sparisjóði Vestfirðinga. Síðastliðinn tvö ár hefur hún verið í hálfu starfi hjá Vesturbyggð þar sem hún hefur sinnt ýmsum störfum, svo sem skjalavinnslu, afleysingum ofl. Nanna Lilja er viðskiptafræðingur að mennt.

Við bjóðum Hjalta og Nönnu Lilju velkomin til starfa!