Hoppa yfir valmynd
Athugið að þessi færsla var skrifuð fyrir u.þ.b. 5 ári síðan, og því gæti innihald hennar ekki átt við lengur.

Nýr ljós­myndaskanni og tölva í Eyrarsel

Á síðasta ári gaf Lions­klúbbur Patreks­fjarðar tölvu og ljós­myndaskanna í Eyrarsel. Tækin voru keypt með það að mark­miði að skanna inn myndir í eigu Sögu- og mynda­safns Vestur-Barða­strand­ar­sýslu.


Skrifað: 1. febrúar 2019

Fréttir

Búið er að skanna inn um 1000 myndir sem flestar eru af fólki úr sýslunni og á þá eftir að skanna inn um 2000 myndir til viðbótar. Birna Friðriksdóttir hefur haft veg og vanda af verkinu í haust, áður voru það þær Ingveldur Ásta Hjartardóttir og Sigríður Guðmundsdóttir sem sáu um skönnun. Það er vilji Sögu- og myndasafnsins að tengja myndirnar saman við þær ættarskrár sem Haraldur Þorsteinsson hefur verið að vinna og einnig við munaskrá Minjasafns Egils Ólafssonar.