Hoppa yfir valmynd
Athugið að þessi færsla var skrifuð fyrir u.þ.b. 5 ári síðan, og því gæti innihald hennar ekki átt við lengur.

Nýr vefur tilnefndur til íslensku vefverð­laun­anna

Nýr vefur Vest­ur­byggðar hefur verið tilnefndur til íslensku vefverð­laun­anna í flokki opin­berra vefja. Íslensku vefverð­launin, uppskeru­hátíð vefiðn­að­arins á Íslandi, verða haldin á vegum Samtaka vefiðn­að­arins (SVEF) þann 22. febrúar.


Skrifað: 15. febrúar 2019

Fréttir

Nýr vefur var opnaður í júlí 2018 og er gerður eftir öllum helstu stöðlum nútímans, hann er aðgengilegur í snallsímum og spjaldtölvum og þá er sérstaklega litið til aðgengis þeirra sem þurfa aðstoð við að skoða vefi.

Verðlaun eru veitt í 11 flokkum, þar að auki verða sérstök verðlaun fyrir hönnun og viðmót sem og vef ársins. Einnig verður veitt viðurkenning fyrir aðgengilegasta vefinn. Hér má sjá hvaða opinberu vefir eru tilnefndir í sama flokki og Vesturbyggð:

  • Háskólinn á Akureyri
  • Isavia
  • Nýir grunnskólavefir Reykjavikurborgar
  • Persónuvernd
  • Vesturbyggð

Vesturbyggð hefur notið leiðsagnar Greips Gíslasonar, ráðgjafa, við undirbúning nýs vefs og gerð samskiptastefnu. Hönnun og forritun er í höndum Kolofon.