Hoppa yfir valmynd
Athugið að þessi færsla var skrifuð fyrir u.þ.b. 4 ári síðan, og því gæti innihald hennar ekki átt við lengur.

Nýsköp­un­ar­verk­efni fyrir náms­menn

Verk­efnin byggja á umsóknum til Nýsköp­un­ar­sjóðs náms­manna. Greiddur styrkur til nemenda er 300.000 kr. á mánuði í hámark þrjá mánuði fyrir nemanda. Styrkir eru greiddir út í byrjun júlí, ágúst og sept­ember. Vest­ur­byggð býður upp á skrif­stofu­að­stöðu, netteng­ingu og aðstoðar nemendur við að útvega sér húsnæði ef þess þarf. Nánar má lesa um sjóðinn hér:


Skrifað: 30. apríl 2020

Auglýsingar

Umsóknarfrestur til Nýsköpunarsjóðs námsmanna er 8. maí 2020 kl. 16:00. Áhugasömum nemendum er bent á að hafa samband við viðkomandi tengilið fyrir hvert og eitt verkefni fyrir þann tíma og óska eftir að verða þátttakendur í umsókninni.

Vesturbyggð auglýsir eftir námsmönnum í grunn- og meistaranámi á háskólastigi í eftirfarandi verkefni:

Endurskipulag hafnarsvæðis við Bíldudalshöfn

Verkefni vegna endurskipulagningar Bíldudalshafnar vegna aukinnar atvinnustarfsemi á Bíldudal og fjölbreyttra þarfa fyrir hafnaraðstöðu og þjónustu. Unnar verði teikningar af hafnarsvæðinu, stækkunarmöguleikar, kostnaðaráætlun og gagnaöflun sem nýtist við frekari skipulagningu á hafnarsvæðinu. Unnar verði teikningar af hafnarsvæðinu, stækkunarmöguleikar, kostnaðaráætlun og gagnaöflun sem nýtist við frekari skipulagningu á hafnarsvæðinu. Markmið verkefnisins er að það hafi hagnýtt nýsköpunargildi fyrir atvinnulíf í Vesturbyggð. Verkefnið hentar vel nemendum í verkfræði, byggingarfræði, landslagsfræði og skipulagsfræði.

Tengiliður og nánari upplýsingar veitir Elfar Steinn Karlsson, hafnarstjóri hafna Vesturbyggðar, elfar@vesturbyggd.is

Endurskipulag hafnarsvæðis við Patrekshöfn

Verkefni vegna endurskipulagningar hafnarsvæðis við Patrekshöfn vegna aukinnar og fjölbreyttrar atvinnustarfsemi á Patreksfirði og fjölbreyttra þarfa fyrir hafnaraðstöðu og þjónustu. Unnin verði þarfagreining fyrir aðstöðu á svæðinu með hliðsjón af innviðagreiningu fyrir Vesturbyggð frá 2019. Unnar verði teikningar af hafnarsvæðinu, stækkunarmöguleikar, kostnaðaráætlun og gagnaöflun sem nýtist við frekari skipulagningu á hafnarsvæðinu. Markmið verkefnisins er að það hafi hagnýtt nýsköpunargildi fyrir atvinnulíf í Vesturbyggð. Verkefnið hentar vel nemendum í verkfræði, byggingarfræði, landslagsfræði og skipulagsfræði.

Tengiliður og nánari upplýsingar veitir Elfar Steinn Karlsson, hafnarstjóri hafna Vesturbyggðar, elfar@vesturbyggd.is

Förgun sorps innan svæðis

Verkefnið felur í sér greiningu á fjölbreytileika og magni þess sorps sem til fellur á sunnanverðum Vestfjörðum, ásamt gagnaöflun og undirbúningi tillagna að því hvernig farga megi sorpi framtíðarinnar innan svæðis, þannig að unnt sé að draga verulega úr því að sorp sé flutt annað til förgunar með tilheyrandi kolefnisfótspori. Niðurstöður greiningarinnar verða nýttar inn í vinnu við útboðsgögn fyrir sorpþjónustu á sunnanverðum Vestfjörðum. Markmið verkefnisins er að auka nýsköpun við förgun á sorpi á sjálfbæran og umhverfisvænan hátt með tillit til þeirra tegunda sorps og magni sem áætla má að falli til árlega á svæðinu. Verkefnið hentar vel nemendum í umhverfis- og auðlindafræði eða verkfræði.

Tengiliður og nánari upplýsingar veitir Geir Gestsson, sviðsstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs Vesturbyggðar, geir@vesturbyggd.is

Skráning og sýning í Vatneyrarbúð Patreksfirði

Verkefni vegna uppsetningu sýningarmuna úr Vatneyrarbúð á Patreksfirði, friðlýstu húsi með mikið menningarsölulegt gildi. Verkefnið snýr að flokkun og skráningu muna, tillögu að uppsetningu þeirra og hönnun á sýningu fyrir gripina í húsnæðinu að Aðalstræti 1 sem og tillögur að samspili sýningarinnar við hlutverk og starfsemi hússins sem fyrirhuguð er. Markmið verkefnisins er að það stuðli að fræðilegri nýsköpun þar sem sýning menningarmuna er samtvinnuð við starfsemi hússins. Verkefnið hentar vel nemendum í fornleifafræði, safnafræði, hagnýttri menningarmiðlun, sagnfræði, sýningahönnun eða tengdum greinum.

Tengiliður og nánari upplýsingar veitir Rebekka Hilmarsdóttir, bæjarstjóri Vesturbyggð, baejarstjori@vesturbyggd.is

Áætlanir og nýsköpun til framtíðar

Verkefnið felur í sér gagnaöflun og undirbúning fyrir vinnslu áætlana sveitarfélaga skv. lögum og reglugerðum. Verkefnið felur í sér greiningu á núgildandi áætlunum, og unnin verði samræmd form að áætlunum ásamt yfirliti yfir mikilvægar stefnumarkandi ákvarðanir sem bæjarstjórn þarf að taka afstöðu til við setningu einstakra áætlana og með hvaða hætti sé unnt að tryggja nýsköpun til framtíðar í stefnu sveitarfélags í gegnum áætlanir. Markmið verkefnisins er að fá yfirsýn yfir þær stefnumarkandi áætlanir sem sveitarfélögum ber að setja sér, uppbyggingu þeirra og ákvarðanatöku. Verkefnið stuðlar að fræðlegri nýsköpun í stjórnsýslurétti, sveitarstjórnarrétti og stefnumótun þar sem dregnar eru saman ólíkar áætlanir og áherslur í lögum og reglugerðum um setningu áætlana fyrir sveitarfélög og með hvaða hætti er hægt að tryggja áherslu á nýsköpun til framtíðar við stefnu sveitarfélaga í einstökum áætlunum. Verkefnið hentar vel fyrir nemendur í stefnumótun og áætlanagerð, lögfræði, hagfræði eða stjórnmálafræði.

Tengiliður og nánari upplýsingar veitir Rebekka Hilmarsdóttir, bæjarstjóri Vesturbyggð, baejarstjori@vesturbyggd.is