Hoppa yfir valmynd
Athugið að þessi færsla var skrifuð fyrir u.þ.b. 5 ári síðan, og því gæti innihald hennar ekki átt við lengur.

Nýtt skipurit Vest­ur­byggðar

Á 331. fundi bæjar­stjórnar sem haldinn var miðviku­daginn 20. febrúar var tillaga að nýju skipu­riti Vest­ur­byggðar samþykkt og bæjar­stjóra falið að innleiða breyt­ing­arnar, endur­nýja erind­is­bréf og vinna breyt­ingar á samþykktum um stjórn Vest­ur­byggðar til samræmis við nýtt skipurit.


Skrifað: 21. febrúar 2019

Þrjú svið verða stofnuð.

  • Fjármála- og stjórnsýslusvið
  • Fjölskyldusvið
  • Umhverfis- og framkvæmdasvið

Sviðin taka við verkefnum sem fallið hafa undir skrifstofu- og fjármálastjóra, félagsmálastjóra og tæknideild Vesturbyggðar.

Auglýst verður laust til umsóknar staða sviðsstjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs.

Gert er ráð fyrir að skipuritið taki gildi 1. maí 2019.

Skipurit Vesturbyggðar