Hoppa yfir valmynd
Athugið að þessi færsla var skrifuð fyrir næstum 6 ári síðan, og því gæti innihald hennar ekki átt við lengur.

Ofan­flóða­varn­ar­garðar á Patreks­firði – opið hús

Mat á umhverf­isáhrifum.

Opið hús verður haldið þriðju­daginn 10. júlí kl 18:00 – 19:30 til að kynna mat á umhverf­isáhrifum vegna fyrir­hug­aðra ofan­flóða­varn­ar­garða á Patreks­firði, ofan við Urðar­götu, Hóla og Mýrar. Kynntar verða niður­stöður frummats­skýrslu og fer kynn­ingin fram í fund­arsal bæjar­stjórnar Vest­ur­byggðar að Aðalstræti 63.

Fyrir­komulag fund­arins verður þannig að stutt erindi verður haldið um fram­kvæmdina og niður­stöður úr frummats­skýrslu auk þess sem sýnd verða vegg­spjöld með helstu niður­stöðum. Full­trúar frá Fram­kvæmda­sýslu ríkisins og Vest­ur­byggð ásamt sérfræð­ingum frá VSÓ Ráðgjöf verða á staðnum til að svara fyrir­spurnum.


Skrifað: 3. júlí 2018

Auglýsingar