Hoppa yfir valmynd
Athugið að þessi færsla var skrifuð fyrir meira en 4 ári síðan, og því gæti innihald hennar ekki átt við lengur.

Opið hús: Breyt­ingar á Aðal­skipu­lagi Vest­ur­byggðar 2006–18

Opið hús verður um tvær tillögur að breyt­ingu á Aðal­skipu­lagi Vest­ur­byggðar 2006–18 fimmtu­daginn 15. ágúst. Tillög­urnar verða til sýnis á skrif­stofu Vest­ur­byggðar, Aðalstræti 75, frá 14:00–16:00. Bygg­ing­ar­full­trúi Vest­ur­byggðar verður á staðnum og svarar spurn­ingum.


Skrifað: 9. ágúst 2019

Skipulög í auglýsingu

Breyting á aðalskipulagi Vesturbyggðar 2006-2018 vegna nýs verslunar- og þjónustusvæðis í landi Melaness á Rauðasandi vegna uppbyggingar á ferðaþjónustu.

Breytingu á aðalskipulagi Vesturbyggðar 2006-2018 vegna íbúðarsvæðis við Lönguhlíð. Breytingin tekur til breyttrar landnotkunar við Lönguhlíð þar sem verið er að breyta landnotkun úr opnu svæði til sérstakra nota í íbúðarsvæði en vöntun er á lóðum á Bíldudal fyrir íbúðarhúsnæði og er breytingin til þess gerð að koma til móts við eftirspurn.

Allir áhugasamir er hvattir til þess að mæta og kynna sér skipulagið. Í kjölfarið verða tillögurnar auglýstar.

 

Skipulagsfulltrúi

Óskar Örn Gunnarsson
oskar@landmotun.is / 575 5300