Athugið að þessi færsla var skrifuð fyrir meira en 5 ári síðan, og því gæti innihald hennar ekki átt við lengur.
Opinber vefur ársins 2019!
Vefur Vesturbyggðar sigraði í flokki Opinberra vefja ársins 2019 á Íslensku vefverðlaununum sem fóru fram í vefútsendingu föstudaginn 27. mars s.l. Þetta var annað árið í röð sem vefurinn er tilnefndur í þessum flokki, og einnig annað árið í röð sem vefurinn hlýtur verðlaunin.
Umsögn dómnefndar:
Fersk ásýnd opinbera vefsins endurspeglast skemmtilega í vefviðmótinu. Vefurinn er sérlega léttur og þægilegur en skemmtilegar myndskreytingar í líflegum litum gera vefinn mjög eftirminnilegan. Helstu notendaaðgerðir eru hnitmiðaðar og smekklega útfærðar.
Vesturbyggð naut leiðsagnar Greips Gíslasonar, ráðgjafa, við undirbúning, gerð og þróun nýs vefs. Hönnun og forritun er í höndum Kolofon. Um myndskreytingar sér Vera Voishvilo.