Opnað fyrir umsóknir í Uppbyggingarsjóð
Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Uppbyggingarsjóð Vestfjarða. Umsóknarfrestur er til kl. 16:00 þann 31. október.
Skrifað: 30. september 2024
Uppbyggingarsjóður styrkir allskyns verkefni sem fara fram á Vestfjörðum, nýsköpunar- og menningarverkefni, atvinnuþróunarverkefni og ýmislegt sem styrkir samfélagið á Vestfjörðum. Menningarstofnanir sem stunda starfsemi allt árið geta sótt um rekstrarstyrk.
Vinnustofur þar sem veitt er aðstoð við umsóknagerð verða haldnar sem hér segir:
- Vinnustofur á Ströndum mánudaginn 21. okt. kl. 16-18
- Vinnustofur á Patreksfirði þriðjudaginn 22. okt. kl. 16-18
- Vinnustofur á Ísafirði miðvikudaginn 23. okt kl. 16-18
Starfmenn Vestfjarðastofu hafa umsjón með vinnustofum í hverri starfsstöð.