Hoppa yfir valmynd
Athugið að þessi færsla var skrifuð fyrir næstum 4 ári síðan, og því gæti innihald hennar ekki átt við lengur.

Opnun Muggs­stofu

Muggs­stofa mun opna form­lega föstu­daginn 1. október klukkan 14:00. Dagskráin er fjöl­breytt en ásamt kræs­ingum frá Kven­fé­laginu Fram­sókn mun bæjar­stjóri ávarpa gesti, forseti bæjar­stjórnar mun segja nokkur orð,  Þröstur Leó les stutt æviágrip Muggs, brauð­pen­ingar verða til sýnis, Alda, forstöðu­maður bóka­safna í Vest­ur­byggð, les Dimm­alimm, tónlist­ar­at­riði frá tónlist­ar­skól­anum í Vest­ur­byggð og margt fleira.


Skrifað: 27. september 2021

Muggsstofa er samstarfsverkefni Vesturbyggðar og Skrímslasetursins en þar verður fjölbreytt þjónusta og aðstaða til sköpunar og frumkvöðlastarfs. Þar verður opinber þjónusta aðgengileg og stuðlað verður að eflingu menningar- og félagsstarfs sem og auka þekkingu og styrkja ímynd Bíldudals. Í miðstöðinni fer einnig fram starfsemi bókasafnsins og félagsstarf aldraðra.

Nafnið Muggsstofa er dregið frá fjölhæfa listamanninum Guðmundi Thorsteinssyni, betur þekkur sem Muggur. Muggur fæddist þeim Pétri J. Thorsteinssyni og Ásthildi Guðmundsdóttir á Bíldudal 1891.

Við vonumst til að sjá sem flesta!

Forstöðumaður Muggsstofu

VMÞ

muggsstofa@vesturbyggd.is/+354 450 2335