Patreksdagurinn 2023
Patreksdagurinn, þjóðhátíðardagur Íra, verður haldinn hátíðlegur á Pareksfirði föstudaginn 17. mars.
Skrifað: 16. mars 2023
Að því tilefni verða eftirfarandi tilboð og uppákomur:
- Vesturbyggð býður bæjarbúum í Skjaldborgarbíó að sjá Shazam! Fury of the Gods kl. 20.
- Vestur Restaurant verður með pizzatilboð í tilefni dagsins.
- Albína verður með 20% afslátt af grænu bakkelsi og ís í vél.
- Fjölval verður með græn tilboð. Grænn kleinuhringur og kókómjólk saman á 250 kr. og Mix og grænn Lays saman á 250 kr. Einn grænn kleinuhringur fæst fyrir litlar 99 krónur.
Við hvetjum bæjarbúa og vinnustaði til að klæða sig í græn föt að þessu tilefni. Til hamingju með daginn!