Hoppa yfir valmynd
Athugið að þessi færsla var skrifuð fyrir u.þ.b. 2 ári síðan, og því gæti innihald hennar ekki átt við lengur.

Patreks­dag­urinn

Í tilefni Patreks­dagsins sem verður fimmtu­daginn 17. mars hefur Vest­ur­byggð sett saman dagskrá 17.-20. mars.


Skrifað: 15. mars 2022

Auglýsingar

Dagskrá:

  • Vesturbyggð mun gleðja starfsfólk og íbúa á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða á Patreksfirði með grænu bakkelsi í tilefni dagsins
  • Grænt þema verður í mötuneyti skólanna í hádeginu
  • Grænt þema í bakaríinu í Albínu 17. mars ásamt 20% Patreksdagsafslætti af bakkelsi
  • Írsk-íslensk semning með írsku úrvali á barnum á FLAK 18. og 19. mars
    • Lalla-Quiz á föstudagskvöld
    • Trúbador og alvöru kráarstemning á laugardagskvöldið
  • Patreksdagstilboð á Vestur restaurant frá 17.-20. mars
    • 20% afsláttur af púslum
    • Ostborgaratilboð
  • Vesturbyggð býður í bíó sunnudaginn 20. mars á kvikmyndina Þorpararnir en hún verður sýnd í Skjaldborgarbíói kl. 16:00

Íbúar eru hvattir til að taka þátt í grænu þema!