Hoppa yfir valmynd
Athugið að þessi færsla var skrifuð fyrir meira en 4 ári síðan, og því gæti innihald hennar ekki átt við lengur.

Dróna­flug á Patreks­firði

Íbúar á Patreks­firði geta orðið varir við dróna­flug næstu tvo daga í tengslum undir­búning ofan­flóða­varna­garða.


Skrifað: 26. ágúst 2019

Verkfræðistofan Efla mun standa að talningu gróðurs í hlíðum  Urðargötu, Mýra og Hóla á Patreksfirði. Þessi aðgerð er liður í að endurheimta þann gróður sem mun fara undir ofanflóðamannvirki. Því munu íbúar væntanlega verða varir við drónaflug af þeirra völdum næstu tvo daga. Ekki verða teknar myndir af húsnæði heldur eingöngu kortlögð hlíðin.