Hoppa yfir valmynd

Patreks­skóli fær Nýsköp­un­ar­lyk­ilinn afhentan

Arna Vilhjálms­dóttir, umsjón­ar­kennari á unglinga­stigi Patreks­skóla tók á móti viður­kenn­ing­unni fyrir hönd skólans á ráðstefnu Ásgarðs í Hofi á Akur­eyri um síðast­liðna helgi. Það er mikill heiður fyrir skólann að fá þessa viður­kenn­ingu fyrir gæða­vottun á skóla­starfi.


Skrifað: 19. apríl 2024

Fréttir

Nýsköpunarlykillinn er ekki bara verkefnabanki heldur fylgir gæðahandbók fyrir grunnskóla sem vilja staðfesta annaðhvort með ytra mati eða innra mati að þeir geti kallað sig Nýsköpunarskóla. Gæðahandbókin er opin á heimasíðu Nýsköpunarlykilsins, en það er líka hægt að óska eftir heildstæðri úttekt á stöðu hvers skóla fyrir sig. Skólar geta öðlast vottunina Nýsköpunarskóli og borið Nýsköpunarlykilinn til þriggja ára.

Eitt af stóru verkefnum hvers skóla er að sýna fram á með innra mati hvernig gæða skólastarfi er háttað. Í nýrri menntastefnu menntamálaráðherra kemur skýrt fram að þegar til framtíðar litið verða gæði í forgrunni. Gæðaviðmið Nýsköpunarlykilsins byggja á handbók menntamálastofnunnar um gæðastarf í grunnskólum og norrænu gæðaviðmiðunum „Frá draumi til veruleika“. Lítil hefð er fyrir því á Íslandi að grunnskólar skreyti sig með gæðaúttektum en hér skapast tækifæri til þess að skólar geti óskað eftir slíkri úttekt og fengið formlega staðfestingu á því að viðkomandi skólar geti kallað sig Nýsköpunarskóla.

Til hamingju nemendur, foreldrar og starfsfólk.

Arna Vilhjálms með gripinn