Patreksskóli - Lausar stöður
Patreksskóli vinnur með Uppbyggingarstefnuna að leiðarljósi og einkunnarorð skólans eru jákvæðni, virðing og samvinna. Fjölbreyttir kennsluhættir, einstaklingsmiðað nám, samþætting námsgreina þar sem grunnþættir menntunar endurspeglast í skólastarfi.
Patreksskóli er heildstæður 10 bekkja grunnskóli með 100 nemendum ásamt leikskóladeild. Þar starfar öflugur og metnaðarfullur hópur fólks sem vinnur að vellíðan nemenda og að hver fái að stunda nám á eigin forsendum.
Við Patreksskóla er laus 100% staða íþróttakennara
Íþróttalíf er mikið og fjölbreytt og margir möguleikar fyrir öflugan íþróttakennara. Íþróttaaðstaða er mjög góð, í stóru íþróttahúsi með sundlaug. Gerð er krafa um kennsluréttindi, hreint sakavottorð og framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum.
Starfssvið
- Íþróttakennari fylgist með námi og þroska allra nemenda sinna og leitast við að skapa kennsluaðstæður sem eru hvetjandi til náms, vinnusemi og þroska
- Hefur yfirsýn með skólasókn nemenda í íþróttum
- Tekur þátt í teymisvinnu með umsjónarkennara og annarra starfsmanna innan skóla og milli skóla
- Tekur þátt í gerð skólanámskrár og ýmsum áætlunum innan skólans
Hæfniskröfur
- Leyfi til að nota starfsheitið kennari
- Sérhæfð hæfni í kennslu íþrótta
- Hefur ánægju af að starfa með börnum og unglingum
- Jákvæðni og sveigjanleiki í samskiptum
- Getur tileinkað sér skólastefnu Patreksskóla, s.s. Uppeldi til ábyrgðar o.fl
- Góðir skipulagshæfileikar
- Ábyrgð og stundvísi
- Getur starfað með íþróttakennurum annarra skóla í teymisvinnu
- Faglegur metnaður
- Áhugi á að vinna með börnum og unglingum
100% starf kennara á yngsta stigi
Kennari með sérhæfða hæfni í kennslu á yngsta stigi.
Menntunar og hæfniskröfur
- Leyfi til að nota starfsheitið kennari
- Sérhæfð hæfni á yngsta stigi grunnskóla
- Lipurð í samskiptum, jákvæðni og sveigjanleiki í starfi
- Faglegur metnaður
- Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð
- Áhugi á að starfa með börnum í skapandi og metnaðarfullu umhverfi
- Reynsla af teymisvinnu kostur
100% starf kennara á miðstigi
Kennara á miðstigi með sérhæfða hæfni á grunnskólastigi
Menntunar og hæfniskröfur
- Leyfisbréf til kennslu með sérhæfða hæfni á grunnskólastigi
- Reynsla og áhugi á að starfa með börnum
- Lipurð í samskiptum, jákvæðni og sveigjanleiki í starfi
- Faglegur metnaður
- Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð
- Áhugi á að starfa í skapandi og metnaðarfullu umhverfi
- Reynsla af teymisvinnu kostur
100% staða kennara á unglingastigi
Staða kennara á unglingastigi með sérhæfða hæfni í kennslu stærðfræði, náttúru- og samfélagsgreina.
Menntunar og hæfniskröfur
- Leyfisbréf til kennslu með sérhæfða hæfni á grunnskólastigi
- Reynsla og áhugi á að starfa með börnum
- Lipurð í samskiptum, jákvæðni og sveigjanleiki í starfi
- Faglegur metnaður
- Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð
- Áhugi á að starfa í skapandi og metnaðarfullu umhverfi
- Reynsla af teymisvinnu kostur
70% staða kennara með sérhæfða hæfni í kennslu list- og verkgreina.
Kennari með sérhæfða hæfni í kennslu list- og verkgreina.
Menntunar og hæfniskröfur
- Leyfisbréf til kennslu með sérhæfða hæfni á grunnskólastigi
- Reynsla og áhugi á að starfa með börnum
- Lipurð í samskiptum, jákvæðni og sveigjanleiki í starfi
- Faglegur metnaður
- Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð
- Áhugi á að starfa í skapandi og metnaðarfullu umhverfi
- Reynsla af teymisvinnu kostur
Umsóknarfrestur er til og með 16. apríl 2021
Laun eru samkvæmt kjarasamningum Sambands íslenskra sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélags. Umsækjendur mega hvorki hafa hlotið refsidóm vegna brota á ákvæðum XXII. kafla almennra hegningarlaga (kynferðisbrot), nr. 19/1940 frá því að hann var sakhæfur (15 ára) né hafa hlotið refsidóm fyrir brot gegn lögum um ávana- og fíkniefni, nr. 65/1974, á síðastliðnum fimm árum. Rétt er að vekja athygli á því að við ráðningu er heimilt að sækja upplýsingar úr sakaskrá.
Frekari upplýsingar gefur Ásdís Snót Guðmundsdóttir, skólastjóri