Hoppa yfir valmynd
Athugið að umsóknarfrestur er liðinn.

Píanó­kennari óskast!

Tónlist­ar­skóli Vest­ur­byggðar auglýsir eftir píanó­kennara í stunda­kennslu og meðleik.

Tónlist­ar­skóli Vest­ur­byggðar er vaxandi og vel útbúinn skóli, stað­settur í grunn­skól­anum á Patreks­firði og á Bíldudal. Nemendur skólans eru yfir fimmtíu talsins auk forskóla. Við skólann starfar lítill en metn­að­ar­fullur kenn­ara­hópur sem leggur mikla áherslu á fjöl­breyti­leika og samspil af ýmsu tagi.


Skrifað: 3. september 2020

Starfsauglýsingar

Leitað er eftir áhugasömum einstaklingi sem sýnir frumkvæði og sveigjanleika í starfi. Óskað er eftir  viðkomandi hefji störf eins fljótt og auðið er. 

Helstu verkefni og ábyrgð

Viðkomandi þarf að geta kennt nemendum á öllum aldri upp að framhaldsstigi að lágmarki. Einnig þarf viðkomandi að geta leikið með nemendum skólans á tónleikum og í hljóðfæraprófum upp að framhaldsstigi. Kostur er ef viðkomandi getur tekið að sér kennslu á önnur hljóðfæri en píanó, einkum strengjahljóðfæri.

    Hæfniskröfur

    • Háskólapróf í tónlist æskilegt eða tónlistarnám sem nýtist í starfi
    • Reynsla af kennslustörfum
    • Lipurð og sveigjanleiki í samskiptum
    • Frumkvæði í starfi
    • Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð

    Umsóknarfrestur er til og með 14. september 2020

    Laun eru samkvæmt samningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags (FT eða FÍH). 

    Nánari upplýsingar um starfið veitir skólastjóri, Kristín Mjöll Jakobsdóttir, sími 846 7816.