Hoppa yfir valmynd

Púkinn kallar eftir viðburðum

Púkinn, barna­menn­ing­ar­hátíð á Vest­fjörðum verður haldin í annað sinn 15. til 26. apríl. Einstak­lingar, skólar og stofn­anir eru hvött til að efna til viðburða á hátíð­inni. Þema hátíð­ar­innar í ár er Hvers vegna búum við hér?


Skrifað: 8. mars 2024

Auglýsingar

Að þessu sinni verður lögð áhersla á heimatilbúin atriði, gjarnan með þátttöku foreldra. Hátíðin verður haldin um allan Vestfjarðakjálkann og er ætluð börnum á grunnskólaaldri.

Nú er kallað eftir viðburðum á hátíðina. Þau sem hafa áhuga eru beðin um að fylla út skráningarformið hér fyrir neðan. Frestur til að skrá viðburði er til og með 2. apríl. Það er hægt að sækja um styrki til viðburðahalds á hátíðinni. Heildarupphæð styrkja verður 800.000 kr. Sótt er um með því að fylla út umsóknareyðublaðið hér fyrir neðan. Frestur til að sækja um styrki er til 20. mars.

Nánari upplýsingar veitir Skúli Gautason, menningarfulltrúi Vestfjarða, í síma 450 6611 og á netfangið skuli@vestfirdir.is.