Hoppa yfir valmynd
  • Þjónusta
  • Mannlíf
  • Stjórnsýsla
  • Íbúagátt
    • English
    • Polski
  • Leit
  • Íbúagátt
  • English
  • Polski
  1. Stjórnsýsla
  2. Útgáfa & auglýsingar
  3. Fréttir og tilkynningar

Ráðning bæjar­stjóra Vest­ur­byggðar

Lögð verður fram tillaga á næsta fundi bæjar­ráðs Vest­ur­byggðar um ráðn­ingu Þórdísar Sifjar Sigurð­ar­dóttur sem bæjar­stjóra Vest­ur­byggðar.


Skrifað: 21. júlí 2022

Þórdís hefur mikla reynslu af stjórnun og rekstri á vettvangi sveitarfélaga. Hún var sveitarstjóri Borgarbyggðar 2020-2022 og bæjarritari og staðgengill bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar 2013-2020. Þórdís hefur setið í ýmsum stjórnum og starfshópum þ.á m. starfshóp um aðgerðir á Flateyri í kjölfar snjóflóðs, í stjórn Brákar húsnæðissjálfseignarstofnunar, Gleipnis nýsköpunar- og þróunarmiðstöðvar, Blábankans á Þingeyri og Lýðskólans á Flateyri. Þórdís er með meistarapróf í lögfræði frá Háskóla Reykjavíkur og B.sc. gráðu í viðskiptalögfræði frá Háskólanum á Bifröst.

“Ég er virkilega spennt að flytja vestur, kynnast nýju fólki og verða hluti af nýju samfélagi en ég hef miklar taugar til Vestfjarða. Ég hlakka til að vinna fyrir Vesturbyggð í öllum þeim spennandi verkefnum sem eru framundan í góðu samstarfi við öfluga bæjarfulltrúa, starfsfólk og íbúa. Uppbygging í atvinnulífinu og íbúafjölgun kallar á ólíka verkefni í innviðauppbyggingu sem verður skemmtilegt að taka þátt í og vinna áfram að frekari umbótum í sveitarfélaginu. Ég er þakklát fyrir það traust sem mér er sýnt með ráðningunni.”  segir Þórdís Sif Sigurðardóttir.

Ráðningin við Þórdísi tekur formlega gildi þegar hún hefur verið staðfest á næsta fundi bæjarráðs.

 

Þórdís Sif Sigurðardóttir

Vesturbyggð

Ráðhús Aðalstræti 75, Patreksfjörður

+354 450 2300 vesturbyggd@vesturbyggd.is kt. 510694 2369


2018 & 2019 Opinberi vefur ársins

2018 Vefur ársins

2020 Jafnlaunavottun