Hoppa yfir valmynd
Athugið að þessi færsla var skrifuð fyrir u.þ.b. 5 ári síðan, og því gæti innihald hennar ekki átt við lengur.

Ranníba

Rann­sókna- og nýsköp­un­ar­sjóður Vestur-Barða­stranda­sýslu (Ranníba) hefur það hlut­verk að fjölga atvinnu­tæki­færum með því að efla rann­sóknir og nýsköp­un­ar­störf fyrir­tækja, einstak­linga og stofnana sem hafa aðsetur eða lögheimili í Vestur-Barðastanda­sýslu.

Sjóð­urinn lítur til verk­efna sem efla rann­sóknir og nýsköpun á svæðinu og tengjast nýtingu stað­bund­inna nátt­úru­auð­linda, s.s. fisk­eldi, ræktun skeldýra og ferða­þjón­usta, sem byggir á náttúru og menn­ingu svæð­isins.


Skrifað: 5. mars 2019

Auglýsingar

Við úthlutun í maí 2019 verður sérstaklega litið til verkefna sem:

  • Stuðla að búsetu ungs fólks
  • Efla samstarf á milli svæða
  • Efla þekkingu á auðlindum svæðisins
  • Stuðla að aukinni menningarstarfsemi
  • Stuðla að bættri umgengni við umhverfið og náttúru

Úthlutað verður úr sjóðnum í maí næstkomandi en umsóknarfrestur er til og með 1. maí 2019.