Rannsóknir – sumarstarf
Náttúrustofa Vestfjarða leitar að áhugasömum starfskrafti til að taka þátt í rannsóknaverkefni í sumar. Verkefnið er framhaldsverkefni frá árinu 2017 og hægt er að skoða það nánar í skýrslum um „Vöktun sjávarlúsa á villtum laxfiskum“ á vefnum nave.is. Ráðningartími er frá seinnihluta júní til byrjun september 2023.
Meginviðfangsefni starfsins eru vettvangsferðir og rannsóknastofuvinna
Á Vestfjörðum verður farið í Patreksfjörð, Tálknafjörð, Dýrafjörð og Ísafjarðardjúp. Á Austurlandi verður farið í Seyðisfjörð og Stöðvarfjörð. Verkefnið felst í að leggja sýnatökunet þegar er fjara, vitja netanna og taka þau upp á háflóði. Silungar sem veiðast eru síðan mældir, sýni tekin og sjávarlýsnar tíndar af þeim.
Tími vettvangsvinnu afmarkast af sjógöngutíma silunga og er háður veðri, flóði og fjöru og fjölda fiska sem veiðast. Vinnutími er því óreglulegur og starfsmaður þarf að vera laus með stuttum fyrirvara alla daga á þessu tímabili og í rannsóknastofuvinnu þess á milli.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Undirbúningur fyrir netaveiði útfrá fjöru, vitjanir á litlum bát og umhverfismælingar í sjó
- Frágangur útbúnaðar og afla
- Á milli veiða er áríðandi að mæla fiskana eins fljótt og hægt er, taka af þeim sýni og tína sjávarlýs af þeim
Hæfniskröfur
- Reynsla og/eða nám sem nýtist í starfi
- Metnaður og ábyrgð
- Sveigjanleiki varðandi vinnutíma
- Kostur ef viðkomandi hefur aðsetur á sunnanverðum Vestfjörðum
- Kostur ef viðkomandi er með ökuréttindi
Umsóknarfrestur er til og með 20. mars 2023
Umsóknum skal fylgja ferilskrá og/eða kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni viðkomandi fyrir starfið. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi viðkomandi stéttarfélags.
Umsóknir berist til Skor á Patreksfirði eða með tölvupósti á margretth@nave.is
Nánari upplýsingar veitir Margrét Thorsteinsson, stöðvarstjóri Náttúrustofu Vestfjarða á suðursvæði Vestfjarða í síma 832 8418.