Hoppa yfir valmynd
Athugið að þessi færsla var skrifuð fyrir næstum 6 ári síðan, og því gæti innihald hennar ekki átt við lengur.

Rebekka Hilm­ars­dóttir ráðin bæjar­stjóri

Bæjarráð Vest­ur­byggðar samþykkti á fundi sínum í dag að ráða Rebekku Hilm­ars­dóttur í starf bæjar­stjóra Vest­ur­byggðar. Rebekka var valin úr hópi níu umsækj­enda.


Skrifað: 24. júlí 2018

Fréttir

Rebekka er 34 ára gömul og er lögfræðingur að mennt, hún starfar sem lögfræðingur og staðgengill skrifstofustjóra hjá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu. Einnig hefur hún starfað sem lögfræðingur hjá Umboðsmanni skuldara ásamt því að starfa við þýðingar hjá utanríkisráðuneytinu.

Rebekka er fædd og uppalin í Kollsvík í Vesturbyggð. Árið 2015 keypti hún, ásamt eiginmanni sínum, Gamla spítalann á Patreksfirði sem byggður er árið 1901 og hafa þau unnið hörðum höndum við að gera hann upp síðan.

Rebekka hyggst flytja á Patreksfjörð ásamt eiginmanni sínum Erni Hermanni Jónssyni og syni þeirra. Gert er ráð fyrir að Rebekka taki við embætti bæjarstjóra Vesturbyggðar þann 1.október.