Rekstrarstjóri - sumarafleysing
Heilbrigðisstofnun Vestfjarða leitar að jákvæðum og áhugasömum starfskrafti í afleysingu fyrir rekstrarstjóra á heilsugæslunni á Patreksfirði. Ráðningartími er frá seinnihluta maí og út ágúst eða eftir nánara samkomulagi.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Mönnunar- og rekstrarleg ábyrgð rekstrardeildar
- Sinnir og útdeilir verkefnum sem heyra undir deildina
- Sér um innkaup á hjúkrunarvörum
- Rekstur húsnæðis á Patreksfirði
Hæfniskröfur
- Reynsla sem nýtist í starfi, nám og/eða reynsla af mannaforráðum eða stjórnun æskileg
- Góðir leiðtoga- og samskiptahæfileikar
- Jákvæðni og rík þjónustulund
- Samviskusemi og sjálfstæð vinnubrögð
- Stundvísi
- Metnaður og ábyrgð í starfi
- Íslenskukunnátta
Umsóknarfrestur er til og með 27. febrúar 2023
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.
Umsókn skal fylgja náms- og starfsferilskrá.
Heilbrigðisstofnun Vestfjarða er metnaðarfullur vinnustaður þar sem um 250 manns starfa á fjórum megin starfsstöðvum. Þar af eru rúmlega 40 starfsmenn á Patreksfirði á heilsugæslu, legudeild, endurhæfingu og rekstrardeild. Á stofnuninni er unnið markvisst að góðum starfsanda og lögð er áhersla á traust og jákvæðni í samskiptum.
Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Umsókn getur gilt í allt að 6 mánuði.
Starfshlutfall er 100%
Hermann Grétar Jónsson, Rekstrarstjóri – hermann@hvest.is – 450 4200