Sameining Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps samþykkt
Sameining sveitarfélaganna Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar var samþykkt í íbúakosningu sem lauk laugardaginn 28. október 2023.
Íbúar í Vesturbyggð samþykktu tillöguna með 82% atkvæða. Atkvæði féllu þannig að 364 greiddu atkvæði með sameiningu en 73 greiddu atkvæði gegn sameiningu. Auðir og ógildir atkvæðaseðlar voru 4. Kjörsókn var 52,48%.
Íbúar í Tálknafjarðarhreppi samþykktu tillöguna með 96% atkvæða. Atkvæði féllu þannig að 139 greiddu atkvæði með sameiningu en 5 greiddu atkvæði gegn sameiningu . Auðir og ógildir atkvæðaseðlar voru 1. Kjörsókn var 78,1%.
Í samræmi við sveitarstjórnarlög munu sveitarstjórnirnar tvær nú skipa fulltrúa í sameiginlega sérstaka stjórn sem hefur það hlutverk að undirbúa stofnun hins nýja sveitarfélags.