Hoppa yfir valmynd
Athugið að þessi færsla var skrifuð fyrir u.þ.b. 1 ári síðan, og því gæti innihald hennar ekki átt við lengur.

Sameining Vest­ur­byggðar og Tálkna­fjarð­ar­hrepps samþykkt

Sameining sveit­ar­fé­lag­anna Tálkna­fjarð­ar­hrepps og Vest­ur­byggðar var samþykkt í íbúa­kosn­ingu sem lauk laug­ar­daginn 28. október 2023.


Skrifað: 30. október 2023

Íbúar í Vesturbyggð samþykktu tillöguna með 82% atkvæða. Atkvæði féllu þannig að 364 greiddu atkvæði með sameiningu en 73 greiddu atkvæði gegn sameiningu. Auðir og ógildir atkvæðaseðlar voru 4. Kjörsókn var 52,48%.

Íbúar í Tálknafjarðarhreppi samþykktu tillöguna með 96% atkvæða. Atkvæði féllu þannig að 139 greiddu atkvæði með sameiningu en 5 greiddu atkvæði gegn sameiningu . Auðir og ógildir atkvæðaseðlar voru 1. Kjörsókn var 78,1%.

Í samræmi við sveitarstjórnarlög munu sveitarstjórnirnar tvær nú skipa fulltrúa í sameiginlega sérstaka stjórn sem hefur það hlutverk að undirbúa stofnun hins nýja sveitarfélags.