Hoppa yfir valmynd
Athugið að þessi færsla var skrifuð fyrir næstum 4 ári síðan, og því gæti innihald hennar ekki átt við lengur.

Samfé­lags­sátt­málinn

Vest­ur­byggð vill minna á mikil­vægi þess að allir gæti áfram fyllstu varúðar og sótt­varna. Mikil­vægt er að gæta að hand­þvotti og að við virðum 2ja metra nánd­ar­mörk á milli einstak­linga eins og frekast er unnt. Þá vill Vest­ur­byggð hvetja íbúa, rekstr­ar­aðila og aðra sem heim­sækja sveit­ar­fé­lagið að huga sérstak­lega að sótt­vörnum og hreinsun snertifleta, til að draga úr hættu á smiti.


Skrifað: 2. júlí 2020

Vesturbyggð minnir einnig á samfélagssáttmálann sem Almannavarnir og Embætti landlæknis hafa gefið út, þar sem minnt er á að framhald á góðum árangri gegn COVID-19 kórónavírusnum er í okkar höndum. Í sáttmálanum eru ítrekuð nokkur atriði sem við þurfum öll að hafa í huga til að verjast veirunni s.s. að þvo hendur og sótthreinsa og halda 2ja metra fjarlægð. Vesturbyggð hvetur rekstraraðila í Vesturbyggð að prenta sáttmálann út og hengja hann upp á áberandi stað, þar sem fólk kemur saman til að minna okkur stöðugt á að gjörðir okkar skipta miklu máli við að hefta útbreiðslu COVID-19.