Hoppa yfir valmynd
Athugið að þessi færsla var skrifuð fyrir u.þ.b. 2 ári síðan, og því gæti innihald hennar ekki átt við lengur.

Samhrist­ingur ferða­þjóna 2023

Samhrist­ingur ferða­þjóna í Vest­ur­byggð verður haldinn í Muggs­stofu á Bíldudal fimmtu­daginn 13. apríl kl. 14-16.


Skrifað: 11. apríl 2023

Nú þegar ferðasumarið 2023 nálgast óðfluga er rekstraraðilum í ferðaþjónustu, fólki sem vinnur að ferðamálum sveitarfélagsins og öðru áhugafólki um ferðamál boðið á samhristing ferðaþjónanna. Viðburðinum er ætlað að skapa vettvang fyrir ferðaþjóna til að eiga opið samtal um ferðaþjónustu á svæðinu sem og aðkomu Vesturbyggðar að henni. Þá munum við einnig fá fræðsluerindi er tengjast ferðaþjónustu. Þátttaka á fundinum er ókeypis.

Dagskrá:

  1. Opnun fundar.
  2. Erindi í fjarfundi frá Hæfnisetri ferðaþjónustunnar.
  3. Erindi frá Vestfjarðastofu.
  4. Kaffiveitingar og samtal.

Menningar- og ferðamálafulltrúi

VMÞ

muggsstofa@vesturbyggd.is/+354 450 2335