Hoppa yfir valmynd
Athugið að umsóknarfrestur er liðinn.

Sérfræð­ingur fisk­eldis

Matvæla­stofnun óskar eftir að ráða jákvæðan og metn­að­ar­fullan einstak­ling í opin­bert eftirlit með fisk­eldi og vinnslu sjáv­ar­af­urða í 100% starf sérfræð­ings með aðsetur í Vest­ur­byggð. Um fullt starf er að ræða og krefst starfið tals­verðra ferða­laga um landið. Æski­legt er að viðkom­andi geti hafið störf í ágúst/sept­ember nk.


Skrifað: 9. júní 2020

Starfsauglýsingar

Helstu verkefni

  • Eftirlit með búnaði og rekstri fiskeldisstöðva
  • Eftirlit með fiskvinnslum og fiskiskipum
  • Eftirlit með löndunaraðstöðu og aflameðferð
  • Eftirlit með kjöt- og mjólkurvinnslum
  • Önnur tengd eftirlits- og sérfræðistörf

Hæfnikröfur

  • Háskólamenntun í sjávarútvegsfræði, fiskeldi, líffræði eða önnur menntun sem nýtist í starfi
  • Fagþekking, reynsla af fiskeldi og/eða vinnslu matvæla
  • Þekking á HACCP aðferðafræðinni
  • Reynsla af opinberu eftirliti er kostur
  • Góð íslensku- og enskukunnátta
  • Góð almenn tölvukunnátta
  • Sjálfstæði, nákvæmni og skipulögð vinnubrögð
  • Vilji / hæfni til að starfa í teymi
  • Góð framkoma og lipurð í samskiptum
  • Bílpróf er skilyrði

Umsóknarfrestur er til og með 19. júní 2020

Sótt er um starfið í þjónustugátt á vef Matvælastofnunar og skal starfsferilskrá, prófskírteini og kynningarbréf fylgja umsókn. Nánari upplýsingar um starfið veitir Dóra S. Gunnarsdóttir sviðsstjóri á netfanginu dora.gunnarsdottir@mast.is og í síma 530 4800.

Öllum umsóknum verður svarað þegar ráðning liggur fyrir. Vakin er athygli á því að umsóknir gilda í 6 mánuði nema umsækjandi ákveði annað. Launakjör eru samkvæmt gildandi kjarasamningi fjármálaráðherra og stéttarfélags viðkomandi. Konur, jafnt og karlar, eru sérstaklega hvattar til að sækja um starfið.