Hoppa yfir valmynd
Athugið að þessi færsla var skrifuð fyrir næstum 4 ári síðan, og því gæti innihald hennar ekki átt við lengur.

Skipu­lagsaug­lýsing

Vest­ur­byggð auglýsir eftir­far­andi tillögur að breyt­ingum á deili­skipu­lagi og aðal­skipu­lagi:


Skrifað: 4. maí 2020

Skipulög í auglýsingu

Samkvæmt 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér auglýst tillaga að eftirfarandi breytingu á deiliskipulagi:

Breyting á deiliskipulagi hafnarsvæðis á Patreksfirði.

Auglýst er tillaga að breytingu á deiliskipulagi hafnarsvæðis á Patreksfirði.

Um er að ræða breytingu á Vatneyri þar sem bætt er við lóð fyrir meltutanka. Um er að ræða 968 m2 lóð við hlið gámasvæðis og mun lóð fyrir gámasvæði minnkar sem um þessu nemur.

Tillagan liggur frammi á skrifstofu Vesturbyggðar, Aðalstræti 75, frá og með föstudeginum 4. maí til 15. júní 2020 og er einnig til sýnis á heimasíðu Vesturbyggðar, www.vesturbyggd.is.

Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir til 15. júní 2020.

Skila skal athugasemdum á skrifstofu Vesturbyggðar, Aðalstræti 75, 450 Patreksfirði.

Athugasemdir og ábendingar skulu vera skriflegar.

Samkvæmt 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér auglýstar tillögur að eftirfarandi breytingum á aðalskipulagi Vesturbyggðar 2006-2018.

Breyting á aðalskipulagi vegna breyttrar legu Örlygshafnarvegar um Hvallátur.

Um er að ræða breytingu á veginum sem í dag liggur í gegnum sumarhúsaþyrpingu við Hvallátur. Til stendur að færa veginn suður fyrir Hvallátur á 1,7 km löngum kafla. Breytingin fellur undir lög um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000.

Breyting á aðalskipulagi á Aðalskipulagi Vesturbyggðar 2006-2018 vegna fiskeldis við Þverá á Barðaströnd.

Breytingin fjallar um skilgreiningu á nýju iðnaðarsvæði (I10) undir starfsemi Eldisvarrar við Þverá á Barðaströnd.

Skipulagslýsingarnar eru settar fram í greinargerð og verða til sýnis á skrifstofu Vesturbyggðar  Aðalstræti 75, 450 Patreksfirði og  á heimasíðu sveitarfélagsins www.vesturbyggd.is.

Íbúum og hagsmunaaðilum er gefinn kostur á því að leggja fram sjónarmið og ábendingar við við skipulagslýsingarnar og skal þeim skilað skriflega á skrifstofu Vesturbyggðar, Aðalstræti 75, 450 Patrekfirði eða á netfangið vesturbyggd@vesturbyggd.is  fyrir 18. júní n.k.

Skipulagsfulltrúi

Óskar Örn Gunnarsson
oskar@landmotun.is / 575 5300