Hoppa yfir valmynd
Athugið að þessi færsla var skrifuð fyrir meira en 1 ári síðan, og því gæti innihald hennar ekki átt við lengur.

Skipu­lagsaug­lýsing

Samkvæmt 31. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010 er hér auglýst tillaga að Aðal­skipu­lagi Vest­ur­byggðar 2018-2035.


Skrifað: 12. maí 2021

Skipulög í auglýsingu

Bæjarstjórn Vesturbyggðar auglýsir hér með endurskoðað aðalskipulag Vesturbyggðar skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan verður verður til sýnis á bæjarskrifstofu Vesturbyggðar að Aðalstræti 75, Patreksfirði og hjá Skipulagsstofnun frá og með 12. maí til og með 24. júní 2021. Tillagan er einnig aðgengileg hér:

Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna. Frestur til að skila inn athugasemdum er til og með 24. júní 2021. Skila skal inn skriflegum athugasemdum á skrifstofu Vestbyggðar við Aðalstræti 75, 450 Patreksfirði eða á netfangið vesturbyggd@vesturbyggd.is, merkt endurskoðun aðalskipulags.

Samkvæmt 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér auglýst skipulagslýsing að eftirfarandi á deiliskipulagi, Orlofsbyggðin Flókalundur.

Auglýst er lýsing á deiliskipulagi Orlofsbyggðarinnar Flókalundur.

Innan skipulagssvæðissins eru alls fimmtán hús, þrettán þeirra eru orlofshús, eitt þjónustuhús fyrir sundlaug og loks þjónustuhús fyrir starfsemi orlofsbyggðarinnar.

Markmið deiliskipulagsins er að fjölga orlofshúsum á svæðinu um u.þ.b. 15 hús, ásamt því að gera ráð fyrir stækkun þjónustu- og sundlaugarhúsum.

Skipulagslýsingin liggur frammi á skrifstofu Vesturbyggðar, Aðalstræti 75, frá og með 12. maí til 12. júní 2021 og er einnig til sýnis á heimasíðu Vesturbyggðar.

Ábendingum er hægt að koma til skila skriflega á skrifstofu Vesturbyggðar í ráðhúsinu eða á netfangið vesturbyggd@vesturbyggd.is , merkt Flókalundur skipulagslýsing,  fyrir 12. júní 2021.

Virðingarfyllst,

Óskar Örn Gunnarsson

Skipulagsfulltrúi Vesturbyggðar

Skipulagsfulltrúi

Óskar Örn Gunnarsson
oskar@landmotun.is / 575 5300