Hoppa yfir valmynd

Skipu­lagsaug­lýsing - Bíldu­dals­skóli og Kross­eyri

Deili­skipulag skóla-, íþrótta- og þjón­ustu­svæðis á Bíldudal og deil­skipulag heilsu­seturs á Kross­eyri.


Skrifað: 22. mars 2024

Skipulög í auglýsingu

Samkvæmt 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér auglýstar tillögur að eftirfarandi deiliskipulagi:

Deiliskipulag heilsuseturs á Krosseyri.

Í deiliskipulaginu er gert ráð fyrir uppbyggingu heilsuseturs þar sem skilgreindir eru sex byggingarreitir en skipulagssvæðið er rúmir 4 ha að stærð. Lögð er áhersla á vistvæna hönnun. Tillagan er í samræmi við þær heimildir fyrir annars konar þjónustu á landbúnaðarsvæðum skv. skilgreiningu gildandi aðalskipulags.

Deiliskipulag skóla-, Íþrótta- og þjónustusvæðis á Bíldudal.

Í deiliskipulaginu er gert ráð fyrir lóð fyrir nýjan grunn- og leikskóla á Bíldudal ásamt því að búa til heildstætt skóla-, íþrótta- og þjónustusvæði. Deiliskipulagið er um 1 ha að stærð og afmarkast við Hafnarbraut í norðri og strandlínu í suðri.

Tillögurnar liggur frammi á skrifstofu Vesturbyggðar, Aðalstræti 75, frá og með 25. mars til 6. Maí 2024 og er einnig til sýnis á heimasíðu Vesturbyggðar, www.vesturbyggd.is sem og undir málsnúmerum 309/2024 og 307/2024 á skipulagsgátt Skipulagsstofnunar.

Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir til 6. maí 2024.

Skila skal athugasemdum á skrifstofu Vesturbyggðar, Aðalstræti 75, 450 Patreksfirði.

Athugasemdir og ábendingar skulu vera skriflegar.

Skipulagsfulltrúi

Óskar Örn Gunnarsson
oskar@landmotun.is / 575 5300