Hoppa yfir valmynd

Skipu­lagsaug­lýsing - Deili­skipulag orlofs­byggð­ar­innar í Flóka­lundi

Samkvæmt 41. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010 er hér auglýst tillaga að deili­skipu­lagi orlofs­byggð­ar­innar í Flóka­lundi, Vest­ur­byggð.


Skrifað: 6. mars 2024

Innan skipulagssvæðissins eru alls fimmtán hús, þrettán þeirra eru orlofshús, eitt þjónustuhús fyrir sundlaug og loks þjónustuhús fyrir starfsemi orlofsbyggðarinnar. Skipulagssvæðið er á reit F1, sem er í aðalskipulagi skilgreint sem frístundasvæði. Heildarstærð skipulagssvæðisins er 4.4 ha. Skipulagssvæðið er á þegar röskuðu landi.

Tillagan liggur frammi á skrifstofu Vesturbyggðar, Aðalstræti 75, frá og með 11. mars til 22. apríl 2024 og er einnig til sýnis á heimasíðu Vesturbyggðar sem og undir málsnúmeri 199/2024 á skipulagsgátt Skipulagsstofnunar.

Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir til 22. apríl 2024.

Skila skal athugasemdum á skrifstofu Vesturbyggðar, Aðalstræti 75, 450 Patreksfirði.

Athugasemdir og ábendingar skulu vera skriflegar.

Skipulagsfulltrúi

Óskar Örn Gunnarsson
oskar@landmotun.is/+354 575 5300