Skipulagsauglýsing - Hóll og Járnhóll
Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir til 13. desember 2021. Opið hús verður um tillögurnar og verður það haldið í ráðhúsi Vesturbyggðar, Aðalstræti 75 á Patreksfirði, þann 2. nóvember frá kl. 14:00-17:00.
Samkvæmt 1. mgr 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér auglýst tillaga að breytingu á eftirfarandi deiliskipulagi:
Deiliskipulag fyrir iðnaðar- og hesthúsasvæði við Járnhól á Bíldudal.
Breytingin snýr að stækkun svæðisins niður að Bíldudalsvegi þar sem bætt er við átta lóðum. Einnig eru gerðar breytingar á lóðum 10-16 þar sem þær eru stækkaðar og bætt er við aðkomuvegi að lóð 14.
Samkvæmt 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér auglýst skipulagslýsing fyrir Hól, deiliskipulag íbúðabyggðar og íþróttasvæðis.
Skipulagssvæðið er alls 5,2 ha og er gert ráð fyrir allt að 60 íbúðum með blönduðum húsagerðum. Lágreist byggð rað-, par- og einbýlishúsa með aðkomu frá Bíldudalsvegi.
Tillögurnar liggja frammi í ráðhúsi Vesturbyggðar, Aðalstræti 75, frá og með 1. nóvember til 13. desember 2021 og er einnig til sýnis á heimasíðu Vesturbyggðar, www.vesturbyggd.is.
Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir til 13. desember 2021. Opið hús verður um tillögurnar þann 2. nóvember frá kl. 14:00-17:00.
Allir áhugasamir eru hvattir til þess að mæta og kynna sér lýsinguna og breytingartillöguna. Skila skal athugasemdum til Vesturbyggðar, Aðalstræti 75, 450 Patreksfirði. Athugasemdir og ábendingar skulu vera skriflegar.
Virðingarfyllst,
Skipulagsfulltrúi Vesturbyggðar