Hoppa yfir valmynd
Athugið að þessi færsla var skrifuð fyrir meira en 5 ári síðan, og því gæti innihald hennar ekki átt við lengur.

Skipu­lagsaug­lýsing – Ofan­flóða­varnir Urðar­gata, Hólar og Mýrar

Samkvæmt 1. mgr. 41. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010 er hér auglýst tillaga að eftir­far­andi deili­skipu­lags­áætlun:
Deili­skipulag íbúð­ar­byggðar og ofan­flóða­varn­ar­garða Urðir-Mýrar.


Skrifað: 8. október 2018

Skipulög í auglýsingu

Auglýst er tillaga að deiliskipulagi, ásamt umhverfisskýrslu. Skipulagssvæðið er um 30 ha að stærð. Svæðið sem um ræðir nær upp í 100 m hæð yfir sjávarmáli ofan við íbúðabyggð við Mýrar, Urðargötu og hluta af Aðalstræti. Deiliskipulagið afmarkast af útmörkum íbúðabyggðar í vestri, að neðri lóðamörkum við Mýrar og Þórsgötu í suðvestri, Strandgötu í suðaustri og að skólasvæði í austri. Innan svæðisins standa 28 hús á hættusvæði C, 28 hús standa á hættusvæði B og 27 á hættusvæði A en í tillögunni er gert ráð fyrir að reisa tvo leiðigarða fyrir ofan Mýrar og þvergarð fyrir ofan Urðargötu og Aðalstræti.

Tillagan ásamt umhverfisskýrslu liggur frammi á skrifstofu Vesturbyggðar, Aðalstræti 75, frá og með mánudeginum 8. október til 19. nóvember 2018.

Tillagan er einnig til sýnis á heimasíðu Vesturbyggðar, www.vesturbyggd.is.

Athugasemdir

Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna til 19. nóvember 2018.

Skila skal athugasemdum á skrifstofu Vesturbyggðar, Aðalstræti 75, 450 Patreksfirði.

Athugasemdir og ábendingar skulu vera skriflegar.

Skipulagsfulltrúi

Óskar Örn Gunnarsson
oskar@landmotun.is / 575 5300