Hoppa yfir valmynd
Athugið að þessi færsla var skrifuð fyrir næstum 2 ári síðan, og því gæti innihald hennar ekki átt við lengur.

Skipu­lagsaug­lýs­ingar - Balar og Hóll

Samkvæmt 1. mgr. 41. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010 eru hér auglýstar eftir­far­andi deili­skipu­lagstil­lögur:


Skrifað: 15. júlí 2022

Skipulög í auglýsingu

Balar 2

Um er að ræða óbyggða lóð við Bala þar sem gert er ráð fyrir fjölbýli á tveimur hæðum fyrir allt að 15 íbúðir.

Skipulagsgögn

Íbúðasvæði í landi Hóls, Bíldudal

Í deiliskipulaginu eru skilgreindar 56 íbúðir, 24 einbýli, 6 parhús, 4 raðhúsum og einu fjölbýli fyrir 6 íbúðir. Gert er ráð fyrir blágrænum ofanvatnslausnum á bæjarlandi en innan lóða er lagt til leysa ofanvatn af þökum eins og hægt er. Fyrir liggur fornleifaskráning fyrir svæðið.

Skipulagsgögn hér fyrir neðan

Tillögurnar munu liggja frammi á skrifstofu Vesturbyggðar, Aðalstræti 75, frá og með 19. júlí til 30. ágúst  2022 og er einnig til sýnis á heimasíðu Vesturbyggðar, www.vesturbyggd.is.

Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir til 30.ágúst 2022. Skila skal athugasemdum á skrifstofu Vesturbyggðar, Aðalstræti 75, 450 Patreksfirði. Athugasemdir og ábendingar skulu vera skriflegar.

Opið hús verður um tillög­urnar og verður það haldið í ráðhúsi Vest­ur­byggðar, Aðalstræti 75 á Patreks­firði, þann 19. júlí  frá kl. 15:00-17:00.

Virðingarfyllst,

Skipulagsfulltrúi Vesturbyggðar

Skipulagsfulltrúi

Óskar Örn Gunnarsson
oskar@landmotun.is / 575 5300