Hoppa yfir valmynd

Skipu­lagsaug­lýs­ingar — Ofan­flóða­varnir og skóla­svæði á Bíldudal

Samkvæmt 41. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010 eru hér auglýstar tillögur að eftir­far­andi deili­skipu­lagi:


Skrifað: 20. janúar 2025

1. Deiliskipulag ofanflóðavarnir Bíldudalur.

Deiliskipulagssvæðið er um 12,9 ha að stærð og nær yfir fyrirhugað snjóflóðavarnarsvæði ofan byggðar á Bíldudal. Reistur verður 8- 14 m hár og 1000 m langur þvergarður ofan byggðarinnar en neðan Stekkjar-, Klofa-, Merki- og Innstagils. Jafnframt verða reistar þrjár 4,5 m háar keilur neðan Stekkjargils. Fyrir liggur samþykki landeigenda Litlu Eyrar fyrir deiliskipulaginu.

Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir til 4. mars 2025. Skila skal athugasemdum undir málsnúmerinu 1483/2024 í skipulagsgátt Skipulagsstofnunar.

2. Deiliskipulag skóla-, íþrótta- og þjónustusvæðis á Bíldudal, óveruleg breyting

Breytingin fjallar um að bætt er við kvöð um lagnaleið sunnan við skólabyggingu en um er að ræða fráveitulögn vegna ofanflóðavarna ofan byggðar við Bíldudal.

Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir til 13. febrúar 2025 undir málsnúmeri 62/2025  á skipulagsgátt Skipulagsstofnunar

 

Tillögurnar liggja frammi á skrifstofu Vesturbyggðar, Aðalstræti 75, og eru einnig til sýnis á heimasíðunni.

 

 

Skipulagsfulltrúi

Óskar Örn Gunnarsson
oskar@landmotun.is/+354 575 5300