Hoppa yfir valmynd
Athugið að þessi færsla var skrifuð fyrir næstum 2 ári síðan, og því gæti innihald hennar ekki átt við lengur.

Skipu­lagsaug­lýs­ingar

Samkvæmt 1. mgr. 43. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010 eru hér auglýstar breyt­ingar á eftir­far­andi deili­skipu­lagstil­lögum


Skrifað: 11. maí 2022

Skipulög í auglýsingu

Breyting á deiliskipulagi hafnarsvæðis á Patreksfirði.

Breytingin gengur út á að skilgreindar eru fjórar nýjar lóðir undir athafnastarfsemi á nyrsta hluta svæðisins við Bjarkargötu. Til viðbótar eru skipulagsmörk breytt frá Bjarkargötu að Þórsgötu.

Skipulagsgögn

Breyting á deiliskipulagi Bíldudalshafnar

Bætt er við sex nýjum lóðum, Strandgata 14A-Strandgata 14e og Hafnarteigur 4a sem eru staðsettar á fyllingu norður af núverandi hafnarsvæði. Einnig er gerð breyting á stærð tveggja lóða, Strandgötu 10-12 og Hafnarteigs 4. Skipulagssvæði stækkar einnig til norðurs.

Skipulagsgögn

Krosseyri í Geirþjófsfirði-Deiliskipulag fyrir heilsusetur

Í deiliskipulaginu er gert ráð fyrir uppbyggingu heilsuseturs þar sem skilgreindir eru átta byggingarreitir en skipulagssvæðið er 4,2 ha að stærð. Lögð er áhersla á vistvæna hönnun.

Skipulagsgögn

Tillögurnar munu liggja frammi á skrifstofu Vesturbyggðar, Aðalstræti 75, frá og með 17. maí til 28. júní  2022 og er einnig til sýnis hér fyrir neðan.

Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir til 28. júní 2022. Skila skal athugasemdum á skrifstofu Vesturbyggðar, Aðalstræti 75, 450 Patreksfirði. Athugasemdir og ábendingar skulu vera skriflegar.

Samkvæmt 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér auglýst breyting á eftirfarandi deiliskipulagi:

Breyting á deiliskipulagi íbúðabyggðar og ofanflóðavarnargarða Urðir-Mýrar

Breytingin er tvíþætt. Annars vegar breyting á skipulagsmörkum við Bjarkargötu að Þórsgötu þar sem mörkunum er breytt til samræmis við breytingu á deiliskipulagi hafnarsvæðis á Patreksfirði. Hins vegar breyting á lóðamörkum Strandgötu 17a.

Skipulagsgögn

Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir til 18. júní 2022. Skila skal athugasemdum á skrifstofu Vesturbyggðar, Aðalstræti 75, 450 Patreksfirði. Athugasemdir og ábendingar skulu vera skriflegar.

Opið hús verður um tillög­urnar og verður það haldið í ráðhúsi Vest­ur­byggðar, Aðalstræti 75 á Patreks­firði, þann 18. maí  frá kl. 15:00 – 17:00.

Virðingarfyllst,

Skipulagsfulltrúi Vesturbyggðar

Skipulagsfulltrúi

Óskar Örn Gunnarsson
oskar@landmotun.is / 575 5300