Hoppa yfir valmynd
Athugið að þessi færsla var skrifuð fyrir meira en 4 ári síðan, og því gæti innihald hennar ekki átt við lengur.

Skipurit Vest­ur­byggðar

Nýtt skipurit tók gildi þann 1. maí síðast­liðinn en skipu­ritið sýnir hvernig stjórn­sýslan er skipu­lögð. Daglegur rekstur sveit­ar­fé­lagsins er á ábyrgð bæjar­stjóra og undir hann heyra sviðs­stjórar.

 


Skrifað: 18. október 2019

Fréttir

Á heimasíðu Vesturbyggðar er búið að setja upp gagnvirkt skipurit þar sem auðvelt er að nálgast frekari upplýsingar um helstu verkefni sem heyra undir hvert svið. Þegar smellt er á einhvern reit koma fram upplýsingar um verkefni og starfsmenn viðkomandi sviðs eða deilda. Með þessu er verið að einfalda aðgang að upplýsingum og veita betri innsýn í starfssvið hvers og eins.

Sviðin eru 6 talsins og heita þau: Fjármála- og stjórnsýslusvið, fjölskyldusvið, umhverfis- og framkvæmdasvið, hafnarstjóri, byggingarfulltrúi/skipulagsfulltrúi og slökkviliðsstjóri.

Í mars voru lögð fram drög að breytingu á samþykkt um stjórn Vesturbyggðar í samræmi við fyrirhugaðar breytingar á skipuriti sveitarfélagsins. Tillagan var svo samþykkt af bæjarstjórn þann 24. apríl 2019 og tók gildi þann 1. maí.

Bæjarstjórn samþykkti samhljóða að ráða Gerði B. Sveinsdóttur í starf sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs, Arnheiði Jónsdóttur í starf sviðsstjóra fjölskyldusviðs og Geir Gestsson í starf sviðsstjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs.

Hafna- og atvinnumálaráð samþykkti þann 17. apríl s.l. að skipa Elfar Stein Karlsson sem hafnarstjóra fyrir Hafnir Vesturbyggðar frá og með 1. maí.