Hoppa yfir valmynd
Athugið að þessi færsla var skrifuð fyrir meira en 5 ári síðan, og því gæti innihald hennar ekki átt við lengur.

Skjald­borg hlaut Eyrar­rósina 2020

Skjald­borg – Hátíð íslenskra heim­ild­ar­mynda á Patreks­firði hlaut Eyrar­rósina 2020, viður­kenn­ingu fyrir framúrsk­ar­andi menn­ing­ar­verk­efni utan höfuð­borg­ar­svæð­isins. Tilkynnt var um hand­hafa verð­laun­anna á Bessa­stöðum í gær, en þetta var í sextánda sinn sem Eyrar­rósin var veitt.


Skrifað: 27. febrúar 2020

Eyrarrósin er samstarfsverkefni Byggðastofnunar, Air Iceland Connect og Listahátíðar í Reykjavík. Alls bárust 25 umsóknir um Eyrarrósina 2020 og voru sex verkefni valin á Eyrarrósarlistann í ár:

  • Júlíana – hátíð sögu og bóka (Stykkishólmur)
  • Kakalaskáli í Skagafirði (Akrahreppur)
  • Menningarstarf í Alþýðuhúsinu á Siglufirði (Fjallabyggð, Siglufjörður)
  • Plan B Art Festival (Borgarbyggð/Vesturland)
  • Reykholtshátíð (Borgarfjörður/Vesturland)
  • Skjaldborg – Hátíð íslenskra heimildarmynda (Patreksfjörður)

Eliza Reid forsetafrú er verndari Eyrarrósarinnar og afhenti hún viðurkenninguna á Bessastöðum í gær.

Skjaldborgarhátíðin í ár verður haldin um hvítasunnuhelgina, 29. maí til 1. júní.