Hoppa yfir valmynd
Athugið að þessi færsla var skrifuð fyrir u.þ.b. 4 ári síðan, og því gæti innihald hennar ekki átt við lengur.

Skóla- og frístund­astarf í Vest­ur­byggð vegna samkomu­banns

Starfs­menn Vest­ur­byggðar hafa unnið að því hörðum höndum að skipu­leggja starf­semi stofnana Vest­ur­byggðar á meðan samkomu­bann er í gildi. Í eftir­far­andi yfir­liti má finna upplýs­ingar um það hvernig skipu­lagi einstakra stofn­anna verður háttað. Foreldrum hefur verið tilkynnt um breytta starf­semi í ítar­legri tilkynn­ingu til foreldra. Við hvetjum foreldra og íbúa til að fylgjast áfram vel með tilkynn­ingum og upplýs­ingum á heima­síðum og face­book­síðum stofn­anna næstu daga, því hlut­irnir geta breyst hratt og með stuttum fyrir­vara.


Skrifað: 16. mars 2020

Leikskólinn Araklettur, Patreksfirði

Skert þjónusta verður á Arakletti og verður leikskólinn opinn frá kl. 7:45 til kl. 15:15. Unnið verður með börn í litlum hópum ca. 4-6 börn í hópi. Leitast verður við að nýta allt húsnæði leikskólans til að dreifa úr hópnum eins og kostur er.Ráðstafanir hafa verið gerðar varðandi þrif og sótthreinsun á leikskólanum. Foreldrar sem kjósa að halda börnum sínum heima fá niðurfellingu á gjöldum þann tíma. Fyrirhugaðri aðlögun barna næstu vikur er frestað. Hafi börn flensueinkenni, s.s. kvef eru foreldrar beðnir um að halda þeim heima og þess óskað að foreldrar gæti fyllsta hreinlætis hvað varðar inni- og útifatnað barna.

Leikskólinn Tjarnarbraut, Bíldudal

Leikskólinn verður opinn áfram eins og áður frá kl. 7:45 til 16:15. Ráðstafanir hafa verið gerðar varðandi þrif og sótthreinsun á leikskólanum. Hádegismaturinn verður færður til kl. 11:00 vegna breytinga á skólastarfi Bíldudalsskóla. Foreldrar sem kjósa að halda börnum sínum heima fá niðurfellingu á gjöldum þann tíma. Hafi börn flensueinkenni, s.s. kvef eru foreldrar beðnir um að halda þeim heima og þess óskað að foreldrar gæti fyllsta hreinlætis hvað varðar inni- og útifatnað barna.

 Patreksskóli

Dagana 17. – 19. mars mun starfsemi skerðast töluvert og verður skóli frá kl. 8:00 til kl. 12:00 á hádegi og því enginn hádegismatur. Þeir forráðamenn sem sækja börn sín verða því að gera það kl. 12:00. Þá daga sem þetta varir og nemendur fá ekki hádegisverð í skólanum mun gjald fyrir hádegisverð verða fellt niður. Þar sem nemendur mega einungis vera í einni stofu frá byrjun skóla til enda skóladags og ekki má blanda hópum saman, hvorki í matsal né í frímínútum og engar sérgreinar má kenna og vanda þarf sérstaklega öll þrif og margfalda að tíðni, þarf að bregðast við með þessum hætti í bili.

Skert þjónusta er á leikskóladeild og verður hún opin til kl. 15:00.

Enginn skóli er á föstudaginn 20. mars og mánudaginn 23. mars. Foreldraviðtöl sem vera áttu, verða á rafrænu formi. Á meðan að á þessum takmörkunum stendur eru forráðamenn beðnir um að koma ekki að nauðsynjalausu inn í skólann og láta vita ef þeir þurfa þess.

Bíludalsskóli

Næstu daga mun starfsemi í Bíldudalsskóla verða hagað þannig að allir nemendur skólans mæta skv. stundaskrá kl. 8:10 og skóladegi lýkur kl. 13:20 hjá öllum stigum. Tímar nemenda á mið- og unglingastigi eftir kl. 13:30 falla því niður þar til annað verður tilkynnt. Í mötuneyti og frímínútum verður nemendum skipt í hópa svo færri nemendur séu saman í rými. Yngsta stig mun fara í hádegismat kl. 11:30 og mið- og unglingastig kl. 12:10.

Þá mun skólastarfið verða með þeim hætti að umsjónarkennari hvers stigs mun alfarið sjá um kennslu í sínum umsjónarbekk fram að páskafríi og kennarar vinna saman að breyttu skipulagi næstu vikurnar. Íþróttir og list/verkgreinar verði ekki í þeim rýmum sem ætluð eru fyrir þá kennslu og því munu kennslustundirnar í þeim greinum verða með öðru sniði, en þó reynt að koma því við eins og hægt er. Föstudagsferðir til Patreksfjarðar, hjá mið- og unglingastigi munu því falla niður fram að páskafríi og munu umsjónarkennarar sjá um kennslu til kl. 10:30 í staðinn.

Enginn skóli er á föstudaginn 20. mars og mánudaginn 23. mars. Foreldraviðtöl sem vera áttu, verða á rafrænu formi. Á meðan að á þessum takmörkunum stendur eru forráðamenn beðnir um að koma ekki að nauðsynjalausu inn í skólann og láta vita ef þeir þurfa þess.

Tónlistarskólinn í Vesturbyggð

Kennsla í tónlistarskólanum verður með óbreyttu sniði.

 Íþróttamiðstöðin Brattahlíð

Íþróttamiðstöðin verður lokuð frá 17. mars til 23. mars hið minnsta.

 Íþróttamiðstöðin Bylta

Íþróttamiðstöðin verður lokuð frá 17. mars til 23. mars hið minnsta.

 Íþróttaskólinn á Patreksfirði

Kennsla í íþróttaskólanum fellur niður 17. til 23. mars hið minnsta. Verið er að skoða hvort, og þá með hvaða hætti væri unnt að halda úti starfi ásamt því að uppfylla þau tilmæli sem gefin hafa verið í tenglsum við smitvarnir. Engin gjöld verða innheimt á meðan kennsla fellur niður.

Íþróttaskólinn á Bíldudal

Kennsla í íþróttaskólanum fellur niður 17. til 23. mars hið minnsta. Verið er að skoða hvort, og þá með hvaða hætti væri unnt að halda úti starfi ásamt því að uppfylla þau tilmæli sem gefin hafa verið í tenglsum við smitvarnir. Engin gjöld verða innheimt á meðan kennsla fellur niður.

Lengd viðvera á Patreksfirði (frístund)

Lengd viðvera er opin frá kl. 12 til kl. 15. Börnin fara í frístund í beinu framhaldi af skólahaldi og munu börnin borða hádegismat þar. Biðlað er til foreldrar barna í lengdri viðveru, sem mögulega eru í þeirri aðstöðu að geta haldið börnum sínum heima að skóladegi loknum í Patreksskóla, að gera það á meðan samkomubannið er í gildi. Gjöld vegna lengdrar viðveru falla niður þann tíma. Hafi börn flensueinkenni, s.s. kvef eru foreldrar beðnir um að halda þeim heima og þess óskað að foreldrar gæti fyllsta hreinlætis hvað varðar inni- og útifatnað barna. Aukin verða þrif í húsnæði lengdrar viðveru, snertifletir og borð sótthreinsuð.

Lengd viðvera fellur niður föstudaginn 20. mars og mánudaginn 23. mars.

Lengd viðvera á Bíldudal (frístund)

Lengd viðvera er opin til kl. 15. Biðlað er til foreldrar barna í lengdri viðveru, sem mögulega eru í þeirri aðstöðu að geta haldið börnum sínum heima að skóladegi loknum í Bíldudalsskóla, að gera það á meðan samkomubannið er í gildi. Gjöld vegna lengdrar viðveru falla niður þann tíma. Hafi börn flensueinkenni, s.s. kvef eru foreldrar beðnir um að halda þeim heima og þess óskað að foreldrar gæti fyllsta hreinlætis hvað varðar inni- og útifatnað barna. Aukin verða þrif í húsnæði lengdrar viðveru, snertifletir og borð sótthreinsuð.

Lengd viðvera fellur niður föstudaginn 20. mars og mánudaginn 23. mars.

Félagsmiðstöðvar

Félagsmiðstöðvar í Vesturbyggð verða lokaðar að minnsta kosti til og með 23. mars.

Þakkir

Starfsfólk Vesturbyggðar hefur lagt mikla og flókna vinnu á sig síðustu klukkustundirnar til að láta skipulag í stofnunum Vesturbyggðar ganga upp við þessar fordæmalausu aðstæður. Velferð og öryggi okkar allra eru þar höfð að leiðarljósi og unnið í samræmi við meginmarkmið samkomubanns að hægja eins og unnt er á útbreiðslu kórónaveirunnar/COVID-19.

Öllum starfsmönnum færi ég miklar þakkir og ánægjulegt að sjá þá miklu samstöðu sem er í starfsmannahópnum við að finna lausnir og leysa þau verkefni sem við þurfum að takast á við.

Foreldrum og öllum íbúum í Vesturbyggð færi ég einnig miklar þakkir fyrir að sýna þessu stóra sameiginlega verkefni þolinmæði og skilning, þar sem við erum öll að takast á við eitthvað nýtt og gera okkar besta við þessar erfiðu og flóknu aðstæður.