Hoppa yfir valmynd
Athugið að umsóknarfrestur er liðinn.

Skóla­liði í Patreks­skóla

Viltu vera hluti af lifandi, faglegu og skemmti­legu samfé­lagi? Skóla­liði óskast til starfa í Patreks­skóla í 50% stöðu með mögu­leika á 100%.


Skrifað: 6. september 2021

Starfsauglýsingar

Patreksskóli leitar að metnaðarfullum, sjálfstæðum og drífandi starfamanni með þekkingu og áhuga á skólastarfi. Patreksskóli vinnur með Uppbyggingarstefnuna að leiðarljósi og einkunnarorð skólans eru jákvæðni, virðing og samvinna.

Starfssvið

Skólaliði sinnir ýmsum mikilvægum störfum í skólanum. Hann sér um gæslu á tilteknum svæðum innan- og utanhúss, ræstir tiltekin svæði í skólanum og aðstoðar við framkvæmd skólahalds á ýmsan máta.

  • Umsjón með nemendum í frímínútum og hléum, úti og inni
  • Gætir nemenda þegar þörf er í kennslustofu eða annarsstaðar sem skólastjórnandi eða viðkomandi kennari óskar eftir
  • Aðstoðar nemendur
  • Sér um daglega ræstingu
  • Fylgir nemendum í mötuneyti og aðstoðar þá þar
  • Aðstoðar við uppröðun og tilfærslu á húsgögnum, tækjum o.fl.
  • Umsjón með kaffistofu, lagar kaffi, setur í uppþvottavél o.fl.
  • Leiðbeina börnum í leik og starfi
  • Samráð og samvinna við börn og starfsfólk

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Áhugi á að vinna með börnum
  • Jákvæðni, sveigjanleiki og lipurð í samskiptum
  • Gott frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
  • Menntun eða reynsla sem nýtist í starfi
  • Góð íslenskukunnátta

Umsóknarfrestur er til og með 15. september 2021

Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Laun eru samkvæmt kjarasamningum Sambands íslenskra sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag.

Frekari upplýsingar um störfin gefur Ásdís Snót Guðmundsdóttir, asdissnot@vesturbyggd.is og í síma 863 0465. Umsóknir skulu berast  á sama netfang. Við hvetjum áhugasama, óháð kyni til að sækja um starfið.