Hoppa yfir valmynd
Athugið að þessi færsla var skrifuð fyrir meira en 2 ári síðan, og því gæti innihald hennar ekki átt við lengur.

Skólastarf á Patreks­firði fellur niður á morgun

Vest­ur­byggð hefur í samráði við sótt­varna­lækni á Vest­fjörðum ákveðið að loka Patreks­skóla og leik­skól­anum Arakletti á morgun, föstu­daginn 7. janúar. Þá fellur niður kennsla í efri bekkjum í Bíldu­dals­skóla sem átti að fara fram á Patreks­firði á morgun sem og kennsla í Tónlist­ar­skóla Vest­ur­byggðar.


Skrifað: 6. janúar 2022

Fréttir

Ákvörðun um lokun er tekin vegna þess fjölda nemenda og starfsfólks sem er í eingangrun eða sóttkví. Sýnatökur fóru fram í dag og mun umfang smita og næstu skref er varðar skólastarf á Patreksfirði ekki liggja ljós fyrir, fyrr en eftir að niðurstöður úr sýnatöku dagsins liggja fyrir.

Vesturbyggð hvetur alla til að gæta að persónulegum sóttvörnum, fara gætilega og skrá sig í sýnatöku ef minnstu einkenna verður vart.