Hoppa yfir valmynd
Athugið að umsóknarfrestur er liðinn.

Skóla­stjóri Tónlist­ar­skóla

Starf skóla­stjóra Tónlist­ar­skóla Vest­ur­byggðar er laust til umsóknar. Leitað er að öflugum tónlista­manni til að halda áfram uppbygg­ingu tónlist­ar­lífs í Vest­ur­byggð.


Skrifað: 12. nóvember 2019

Starfsauglýsingar

Tónlistarskólinn leggur áherslu á hlutverk sitt sem ein af grunnstoðum tónlistarlífs í Vesturbyggð og sinnir því hlutverki með því að taka þátt í viðburðum og tónlistarhaldi. Í tónlistarskólanum eru 80 nemendur og tveir kennarar starfa við skólann, þar af annar með fjarkennslu sem býður upp á mikla möguleika.

Viðkomandi þarf að geta hafið störf eigi síðar en 1. janúar 2020.

Meginverkefni

  • Að veita Tónlistarskólanum faglega forystu á sviði tónlistarkennslu
  • Virk þátttaka í þróun og skipulagi skólastarfsins og samvinna við sambærilegar stofnanir
  • Að stýra og bera ábyrð á rekstri og daglegri starfssemi skólans
  • Sinna kennslu á sínu sviði

Hæfniskröfur

  • Reynsla og hæfni til hljóðfæra og tónlistarkennslu
  • Menntun sem nýtist í starfi
  • Reynsla af stjórnunarstörfum kostur
  • Leiðtogahæfni, metnaður og frumkvæði
  • Góð samskiptahæfni og jákvætt viðmót
  • Að geta sinnt smávægilegu viðhaldi er kostur
  • Góð tölvufærni

Umsóknarfrestur er til og með 1. desember 2019

Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun, starfsferil og fleira skal senda á netfangið vesturbyggd@vesturbyggd.is merkt: Umsókn – skólastjóri Tónlistarskóla, eða með bréfpósti:
Vesturbyggð
Aðalstræti 75
450 Patreksfjörður

Frekari upplýsingar veitir Nanna Sjöfn Pétursdóttir fræðslustjóri.