Hoppa yfir valmynd
Athugið að þessi færsla var skrifuð fyrir næstum 4 ári síðan, og því gæti innihald hennar ekki átt við lengur.

Skóla­stjórn­endur á Patreks­firði

Vest­ur­byggð hefur ráðið Ásdísi Snót Guðmunds­dóttir í starf skóla­stjóra Patreks­skóla en Gústaf Gúst­afsson, fráfar­andi skóla­stjóri lætur af störfum 1. ágúst n.k.


Skrifað: 16. júní 2020

Fréttir

Gústaf hefur lengi starfað við Patreksskóla, fyrst sem leiðbeinandi síðan sem kennari og aðstoðarskólastjóri. Undanfarin ár hefur hann gengt stöðu skólastjóra. Ásdís Snót hefur starfað sem kennari við Bíldudalsskóla, deildarstjóri við sama skóla og hefur verið undanfarin ár gengt stöðu skólastjóra þar.

Vesturbyggð hefur einnig ráðið Sigríði Gunnarsdóttir í starf leikskólastjóra á Arakletti en Hallveig Guðbjört Ingimarsdóttir hefur starfað á Arakletti sem leikskólakennari og aðstoðarleikskólastjóri. Undanfarin ár hefur hún gengt stöðu leikskólastjóra. Sigríður hefur starfað við Patreksskóla sl. vetur og hefur reynslu af starfi í leik-, grunn- og framhaldsskólum. Skólastjórarnir sem munu láta af störfum og nýráðnir skólastjórar hittust með bæjarstjóra, sviðsstjóra fjölskyldusviðs og fulltrúum bæjarstjórnar Vesturbyggðar þar sem fráfarandi skólastjórum voru þökkuð vel unnin störf og nýir skólastjórar boðnir velkomnir.

Vesturbyggð hefur ráðið Kristínu Mjöll Jakobsdóttur skólastjóra Tónlistarskóla Vesturbyggðar.

Það eru spennandi tímar framundan í skólamálum í Vesturbyggð og hlökkum við til komandi veturs.

Sviðsstjóri fjölskyldusviðs

Arnheiður Jónsdóttir arnheidur@vesturbyggd.is / 450 2300