Hoppa yfir valmynd
Athugið að þessi færsla var skrifuð fyrir meira en 2 ári síðan, og því gæti innihald hennar ekki átt við lengur.

Slæm veðurspá á morgun!

Veður­stofan hefur gefið út appel­sínu­gula viðvörun á vest­an­verðu landinu á morgun, þriðju­daginn 28. sept­ember, en búast má við norð­vestan 18-25 m/s og élja­gangi með skafrenn­ingi og lélegu skyggni. Fólki er bent á að ganga vel frá lausum munum, tryggja báta í höfnum og sýna varkárni.

Tilkynning verður send út á face­book síðu almenn­ings­sam­gangna ef ferðir falla niður, fólk er hvatt til að fylgjast vel með.

 


Skrifað: 27. september 2021

Fréttir