Hoppa yfir valmynd
Athugið að þessi færsla var skrifuð fyrir u.þ.b. 4 ári síðan, og því gæti innihald hennar ekki átt við lengur.

Slæm veðurspá á morgun

Vegna slæmrar veður­spár vill Vest­ur­byggð koma eftir­far­andi á fram­færi.


Skrifað: 13. febrúar 2020

Fréttir

Veðurstofan hefur gefið út appelsínugula viðvörun á öllu landinu á morgun, föstudaginn 14. febrúar, en búast má við stórhríð og að vindhviður verði allt að 45 metrar á sekúndu þegar verst verður. Fólki er bent á að ganga vel frá lausum munum, tryggja báta í höfnum, sýna varkárni og vera ekki á ferðinni að óþörfu meðan versta veðrið gengur yfir. Vesturbyggð hvetur einnig foreldra skólabarna að fylgjast með tilkynningum frá skólunum.

Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni má búast við víðtækum lokunum vega.  Hægt er að nálgast upplýsingar á heimasíðu Vegagerðarinnar.

Tilkynning verður send út á facebook síðu almenningssamgangna ef ferðir falla niður, fólk er hvatt til að fylgjast vel með.