Hoppa yfir valmynd
Athugið að þessi færsla var skrifuð fyrir meira en 4 ári síðan, og því gæti innihald hennar ekki átt við lengur.

Slæm veðurspá

Vegna slæmrar veður­spár vill Vest­ur­byggð koma eftir­far­andi á fram­færi.


Skrifað: 9. desember 2019

Fréttir

Veðurstofan hefur gefið út appelsínugula viðvörun á okkar svæði fyrir næstu daga en búast má við aftakaveðri með snjókomu eða éljum og skafrenningi. Fólki er bent á að ganga vel frá lausum munum, tryggja báta í höfnum, sýna varkárni og vera ekki á ferðinni að óþörfu meðan versta veðrið gengur yfir. Vesturbyggð hvetur einnig foreldra skólabarna að fylgjast með tilkynningum frá skólunum.

Verið er að skoða hvort að almenningssamgöngur falli niður á morgun þriðjudaginn og verður send út tilkynning þess efnis á síðu almenningssamgangnanna, fólk er hvatt til að fylgjast með.