Smásagnakeppni bókasafnanna
Bókasafnið á Patreksfirði og bókasafn Bílddælinga á Muggsstofu blása til smásagnakeppni fyrir miðstig og unglingastig grunnskólanna í Vesturbyggð. Í verðlaun eru vegleg bókagjöf og 5000 kr. gjafabréf.
Skrifað: 19. október 2023
Þema keppninnar er galdrar. Veitt verða verðlaun í tveimur aldursflokkum, annars vegar í flokki 5.-7. bekkjar og hins vegar 8.-10. bekkjar.
Hægt er að senda inn sögur til kl. 15 fimmtudaginn 9. nóvember í tölvupósti á bokpatro@vesturbyggd.is eða útprentuðum/handskrifuðum á annað hvort safnið. Með sögunum skulu fylgja upplýsingar um:
- Fullt nafn höfundar
- Skóla
- Bekk
- Nafn og símanúmer foreldris/forráðamanns
Verðlaunahafar verða kunngjörðir á Degi íslenskrar tungu, þann 16. nóvember, á heimasíðu Vesturbyggðar og Facebooksíðum bókasafnanna. Dómnefnd skipa forstöðumenn bókasafnanna.
Forstöðumaður bókasafna Vesturbyggðar
Birta Ósmann Þórhallsdóttir bokpatro@vesturbyggd.is / 450 2374