Hoppa yfir valmynd
Athugið að þessi færsla var skrifuð fyrir næstum 5 ári síðan, og því gæti innihald hennar ekki átt við lengur.

Sókn­aráætlun Vest­fjarða 2020-2024

Þér er boðið að taka þátt í að móta Sókn­aráætlun Vest­fjarða, sem er sértæk byggða­áætlun fyrir Vest­firði og jafn­framt samheiti yfir samning lands­hluta­sam­tak­anna við hið opin­bera um fjár­mögnun sókn­aráætl­unar og Uppbygg­ing­ar­sjóðs Vest­fjarða. Tíma­bili fyrstu Sókn­aráætl­unar Vest­fjarða lýkur á þessu ári og vinna við Sókn­aráætlun 2020-24 er hafin.


Skrifað: 21. júní 2019

Miðvikudaginn 26. júní nk. verða haldnir fundir í Skor á Patreksfirði.
Málefnin sem rædd verða eru:

  • Atvinnu- og nýsköpunarmál
  • Menntun og menningarmál
  • Umhverfismál

Fyrri fundurinn er opinn öllum, hefst kl. 14:00 og lýkur kl 15:30

Seinni fundurinn er hugsaður til þess að heyra raddir ungmenna á aldrinum 16 – 25 ára. Sá fundur hefst kl. 17:00 og lýkur 18:30.

Markmið fundanna er að draga saman megináherslur landshlutans í hverju málefni fyrir sig og koma fram með tillögur að markmiðum og aðgerðum. Afurðir fundanna verða nýttar við mótun nýrrar sóknaráætlunar.

Miklu fjármagni er úthlutað úr sóknaráætlun ár hvert og er því mikilvægt að raddir sem flestra heyrist við mótun hennar til næstu 5 ára.

Vinsamlega skráðu þig á fundinn á vefsíðu Vestfjarðastofu

Fundirnir verða stuttir og líflegir. Taktu þátt og hafðu áhrif!