Hoppa yfir valmynd

Sorp­hirðan í þitt dagatal

Sorp­hirðu­da­ga­talið er nú aðgengi­legt á .ics skrár­gerð sem gerir íbúum kleift að bæta því inn í sitt rafræna dagatal.


Skrifað: 16. desember 2024

Þá geta þeir auðveldlega fylgst með hvenær almenna-, lífræna- eða endurvinnslutunnan verður tæmd næst. Athugið að dagatalið er birt með fyrirvara um breytingar þar sem ýmislegt á borð við veður, frídaga og veikindi starfsfólks getur haft áhrif.

Hvernig bæti ég þessu í dagatalið mitt?

Outlook

  1. Hlaða niður viðeigandi skrá hér að neðan, eftir því hvar þú býrð.
  2. Opna skrána með því að tvísmella á hana.
  3. Þá ætti að spretta upp gluggi sem spyr hvort þú viljir búa til sér dagatal fyrir skrána eða bæta henni inn í venjulega dagatalið. Flest kjósa að bæta við sitt venjulega dagatal. Þegar þú hefur valið ætti þetta að vera klárt.

Google Calendar

  1. Hlaða niður viðeigandi skrá hér að neðan, eftir því hvar þú býrð.
  2. Opna Google Calendar.
  3. Fara upp í tannhjólið og velja stillingar.
  4. Velja innflutningur og útflutningur.
  5. Velja skrá úr tölvunni og velja skrána.
  6. Velja flytja inn. Þá ætti þetta að vera komið.

Apple Calendar

Athugið að þetta verður helst að gera í Makka því Apple Calendar í iPhone er mjög leiðinlegt með .ics skrár. Í iPhone er auðveldast að opna skrána í gegnum Mail-appið og koma því þannig í Apple Calendar. Í Makka er aftur á móti hægt að:

  1. Hlaða niður viðeigandi skrá hér að neðan, eftir því hvar þú býrð.
  2. Velja skrána og velja import.
  3. Velja dagatalið sem þú vilt bæta viðburðunum við og velja OK. Þá ætti þetta að vera klárt.

 

Ef ekkert af þessu gengur er menningar- og ferðamálafulltrúi boðinn og búinn að aðstoða.

Menningar- og ferðamálafulltrúi

VMÞ

muggsstofa@vesturbyggd.is/+354 450 2335