Hoppa yfir valmynd
Athugið að umsóknarfrestur er liðinn.

Staða skóla­stjóra Patreks­skóla laus til umsóknar

Vest­ur­byggð auglýsir starf skóla­stjóra Patreks­skóla laust til umsóknar. Leitað er eftir metn­að­ar­fullum einstak­lingi sem býr yfir leið­toga­hæfi­leikum, hefur víðtæka þekk­ingu á skóla­starfi, fram­sækna sýn á rekstur skóla og er tilbúinn til að leiða Patreks­skóla í samræmi við skóla­stefnu Vest­ur­byggðar.


Skrifað: 16. apríl 2020

Starfsauglýsingar

Í Patreksskóla eru 100 nemendur frá Patreksfirði og Barðaströnd og þar starfa 25 starfsmenn. Starfrækt er leikskóladeild í skólanum og eru því nemendur á aldrinum 5-16 ára. Nánari upplýsingar um Patreksskóla má finna á vefsíðu skólans. Nýr skólastjóri þarf að geta hafið störf eigi síðar en 1. ágúst 2020.

Meginverkefni og ábyrgð

  • Stýrir og ber ábyrgð á rekstri og daglegri starfsemi Patreksskóla
  • Faglegur leiðtogi og mótar framtíðarsýn í samræmi við skólastefnu Vesturbyggðar, aðalnámskrá leik- og grunnskóla og lögum um leik- og grunnskóla
  • Veitir skólanum forstöðu á sviði kennslu og þróunar
  • Ber ábyrgð á starfsmannamálum, s.s. ráðningum, starfsþróun og vinnutilhögun
  • Tekur þátt í samstarfi við aðila skólasamfélagsins í Vesturbyggð
  • Hefur umsjón með daglegu starfi lengdrar viðveru á Patreksfirði

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Kennaramenntun og leyfisbréf kennara
  • Framhaldsmenntun á sviði stjórnunar er æskileg
  • Færni og að minnsta kosti 3 ára reynsla af stjórnun grunnskóla er skilyrði
  • Færni og reynsla af starfsmannahaldi skilyrði
  • Hæfni og reynsla í stefnumótun, áætlanagerð og þróun skólastarfs æskileg
  • Frumkvæði, sjálfstæði og skipulögð vinnubrögð
  • Jákvæðni og færni í mannlegum samskiptum
  • Góð íslensku og enskukunnátta skilyrði

Umsóknarfrestur er til og með 25. apríl 2020

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Skólastjórafélags Íslands (SÍ). Næsti yfirmaður er sviðsstjóri fjölskyldusviðs Vesturbyggða. Nánari upplýsingar um starfið veitir Arnheiður Jónsdóttir, sviðsstjóri fjölskyldusviðs Vesturbyggðar.

Sveitarfélagið Vesturbyggð aðstoðar við búslóðaflutning og við að útvega húsnæði í sveitarfélaginu.

Umsókn skal berast á vesturbyggd@vesturbyggd.is merkt „Skólastjóri Patreksskóla.“ Með umsókninni skal fylgja kynningarbréf um störf, menntun og stjórnunarreynslu umsækjenda, hugmyndir um rekstur skóla og hvernig umsækjandi sér starfsemi Patreksskóla fyrir sér undir sinni stjórn. Einnig skal tilgreina þau verkefni sem umsækjandi hefur unnið að og geta varpað ljósi á færni til að sinna starfi skólastjóra.

Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Réttur er áskilinn til að hætta við ráðningu og/eða auglýsa stöðuna að nýju.

Sviðsstjóri fjölskyldusviðs

Arnheiður Jónsdóttir arnheidur@vesturbyggd.is / 450 2300